28.4.05

Núna geri ég mér fyllilega grein fyrir því að starfsmenn Subway hafa í gegnum tíðina verið þekktir fyrir margt annað en að vera ferskir og fljótlegir. Í dag hitti ég þó grænmetisásetningakvendi sem gjörsamlega stal kökunum frá öllum hinum.

Einar kom með þá kenningu að hún væri grænmeti og þessvegna væri hún að vinna á þessum stað á færibandinu og væri svona afskaplega lengi og vandaði sig svo mikið við ásetninguna á vinum sínum. Svo vænt þykir henni um grænmetið að hún skar ekki einu sinni bátinn minn í tvennt að ótta við að skaða þá. Ég þurfti að skera hann sjálf inni í matsal með bréfahnífunum sem þeir bjóða upp á með over prized mötuneytismatnum sínum. It wasn't pretty.

Merkilegt nokk, þá var söbbinn minn orðinn kaldur þegar ég loksins fékk hann í hendurnar. Hinar subwaygerðarpussurnar voru heldur ekkert að aðstoða hana neitt. Önnur stóð sem fastast kjöt-megin, þó að hún hafi afgreitt alla sem komust fyrir við borðið og hin stóð við afgreiðslukassann, þó hún hefði rukkað alla sem hún mögulega gat.

Þetta system er ekki alveg að virka. Það verður að stoppa það. Hér með sendi ég út neyðarkall til gjafvaxta manna og kvenna um að knésétja subwayásetningakerfið í eitt skipti fyrir öll.

LYFI BILTINGIN!

Engin ummæli: