5.2.05

Sykur og krydd og allt sem er slæmt?
Ég gaf sjálfri mér bæjarleyfi og skrapp á eins og eitt stredderí með Hákoni mínum og Heiðdísi (ég held að þetta sé fyrsta djammið mitt í nokkra áratugi). Ef kona drekkur bara 2 og hálfan bjór fær hún bara það versta.
- Of edrú til að geta dansað við hip-hop tónlist eins og það sé gaman
- Of meðvituð til að meika drukkna gaurinn sem var að glápa á mig í lengri tíma
- Of "drukkin" til að geta keyrt heim
- Öll skilvit nógu aktív til að finna ógeðslegu sígarettufýluna af hárinu á mér, en jafnframt tillitsemin enn nógu mikið í botni til að ég kunni ekki við að fara í sturtu og vekja foreldrana...

Ætli ég verði ekki að segja eins og Danny Glover.
I'm getting too old for this shit.

Neinei.. þetta var nú fínt eins langt og það náði. Alltaf gaman að sjá gott fólk :o)

Engin ummæli: