3.2.05

Í gær fann ég loksins ókost við að eiga rúm á stærð við frjálslega vaxinn bandaríkjamann.
Ég missti ákveðið gadget sem er órjúfanlegur hluti af svefnferli mínu á gólfið. Það rúllaði undir mitt rúm og ég gat ekki með nokkru móti náð því aftur. Eftir áranguslausar tilraunir til þess að reyna að teygja mig í það með íþróttaskó sem framlengingu tókst loksins að slá þessu undan rúminu með hjálp súkkulaðilaus súkkulaðidagatals sem taldi niður að jólunum með mér síðasa desmúsber. Þetta tók ekki nema svona 10 mínútur af lífi mínu, sem væri svo sem ekkert slæmt ef herbergið mitt væri ekki nokkrum rykhnoðrum frá því að vera lýst hazardus zone..

Engin ummæli: