12.2.05

Eftir karate í dag, fórum við Einar á Viktor og fengum okkur köku. Eins og verða vill á stöðum sem hafa keypt sér skjávarpa, var fótboltinn í gangi. Bölvun skjávarpans. Elsku skinnin.
Ég fór á kostum. Ég var svo fyndin að ég náði varla andanum af hlátri. Þetta náði nýjum hæðum þegar ég tók eftir því að það voru actually fleiri Mörk í auglýsingahléinu heldur en í actual leiknum (Markið var að auglýsa).

En svona... seriously. Er ekki kominn tími til að endurskoða leik sem er þannig að á 29 marktækifærum sé 1 mark? Væri ágætt að byrja á því að taka helvítið sem stendur þarna fyrir markinu alltaf hreint og flengja hann... Spurning um að minnka völlinn líka og fækka leikmönnum. Myndavélin fylgir alltaf bara boltanum og þessum 3-4 sem eru að elta hann hverju sinni. Hvað eru 18-19 að gera á meðan? Spila lúdó? Útaf með þá!

Engin ummæli: