10.1.05

Samfélagið hefur gert mig svona
Jæja.. ég fékk loksins námslánin mín. Frávita af hungri, stoppaði ég í félaga Esso (hverfisbúðin) til að kaupa mér létt kotasælu og heilhveitibrauð. Þegar ég hugðist taka pening út úr hraðbankanum byrjaði hann að pípa eins og brjálæðingur og lét herskáa, rauða hendi blikka á skjánum ítrekað. Textinn við var "Kort útrunnið". Þegar hraðbankinn hafði öskrað nógu hátt og lengi til þess að allir væru byrjaðir að horfa á mig eins og ég væri glæpakvendi sem hafði verið að misþyrma hraðbanka ræflinum, breytti hann textanum sínum í "kort tekið til geymslu" (mér hefði fundist "tekið í gíslingu" eiga betur við).

Það er ljótt að láta kortið mitt renna út. Það er ljótt að vara mig ekki við. Það er ljótt að ég þurfi að druslast í banka (fæ alltaf ríkisfyrirtækisstrauma í brisið þegar ég er í bönkum. Hates it) til þess að fá annað í staðinn. Það er ljótt að ég sé búin í skólanum um miðja nótt (kl. 17).

Engin ummæli: