4.1.05

Mikið getur verið gaman og fallegt að keyra í snjónum þegar enginn annar bíll er á götunni en sá sem þú situr við stýrið á. Kannski að snjórinn hafi aldrei pirrað mig, heldur fólkið á bílunum sem eru alltaf að þvælast fyrir mér.

Vekjaraklukkan galaði upp í eyrað á mér kl. 5:20 í morgun, að minni beiðni. Ég kvaddi Elvu frænku, sem er núna á leiðinni út á flugvöll og þaðan aftur heim til Þýskalands. Ég keyrði svo upp í skóla til þess að gera desperate tilraun til þess að læra eitthvað. Er víst ekki ennþá byrjuð.
Ætli ég taki ekki "Dear god, if you can't make me thin, make my friends fat!" pólinn í hæðina og blóti ykkur öllum sem eigið ekki við geðræn vandamál sem tengjast prófum að stríða...

*tekur upp símaskránna til þess að blóta ykkur í stafrófsröð*

Engin ummæli: