4.1.05

Jæja. Það hlaut að koma að því. Character sem ég á, drap annars manns character (ekki NP þ.e.). Þetta var í fyrsta skipti, svo ég er með smá samviskubit.
Cronck rændi nokkrum hlutum af Cade (halfling, rouge), sem var meðvitundarlaus og var að blæða út. Hann ætlaði eiginlega bara að láta hann deyja.
Cade hafði aldrei verið sérstaklega góður við hann. Hrekkti hann stundum fyrir að vera ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni og reyndi að ljúga að honum. Einu sinni lokaði hann Cronck einan inni með hættulegum óvini. Hann reyndar opnaði aftur seinna og kom til aðstoðar, en það var ekki fyrr en að Cronck var næstum dáinn.

Þegar annar í hópnum kom og hlúði að Cade komst hann að því að Cronck hefði rænt hann. Þú vilt ekki eiga caotic evil þjóf að óvini skal ég segja þér, svo að það varð að svæfa hann. Með öxi...

Engin ummæli: