5.1.05

Í gær gáfu foreldrar mínir mér 15.000 kr. inneign í Kringlunni. Þegar ég í mikilli undrun spurði hvers vegna þau væru nú að þessu, sagði mamma mín "Affí að shett er súú" (já, hún sagði þetta svona. Mamma mín er svo sniðug). Ég á sem sagt að kaupa mér eitthvað fallegt sem mig langar í.
Mig grunar að þessar inneignanótur hafi verið verslaðar sem jólagjöf handa mér (já.. önnur), en þau ekki kunnað við að gefa sem slíka þegar á hólmin var komið.

Vá. Ég held að ég hafi aldrei eytt svona mörgum peningum í "vitleysu" á þessum tíma árs áður. Það er líklega ástæðan fyrir því að ég er í rosalegu inner conflicti yfir því hvort ég eigi að nota þær skynsamlega eða sleppa mér og fara í klippingu og strípur eða kaupa eitt par af dýrum skóm....

What to do.. what to do..

Engin ummæli: