4.1.05

Ég segi það enn og aftur að fólkið sem fann upp máltækið "heimskur hlær að sjálfs síns fyndni" hafi bara einfaldlega ekkert verið fyndið sjálft. Ég upplifi það allvega mjög reglulega að skellihlægja að einhverju sem ég segi, geri, eða dettur í hug, jafnvel þó ég sé bara ein með sjálfri mér. Jáh, það var ekki lengra síðan en rétt áðan sem ég hló upphátt í bílnum mínum af eigin snilligáfu!

Ég var nefnilega að dobbla eurofólkið upp úr skónum. Þau eru örugglega öll valsandi um á blautum sokkaleistunum í sálarlausa steypuhúsinu sínu!

Þannig er nefnilega mál með vexti (á virkilega háum prósentum ef ég þekki þau rétt) að námslánin mín eru ekki enn komin í heimabanka. Þessvegna þurfti ég, fátæk námssnótin að fara og semja við vinalegan þjónustufulltrúa um að fá að borga þetta seinna í mánuðinum. Þar sem að ég hef nú lengi vel verið í skóla, þá veit ég hvernig þetta allt saman gengur fyrir sig. Þau vilja alltaf fá 10% innborgun áður en þau samþykkja að slá þessu öllu saman á frest og dráttarvexti. You scratch my back and I'll scratch yours. Only really hard and with knives dæmi.

Ég á engan pening. Ekki einn, krumpaðan rauðan! Til þess að redda þessu, þá fór ég og tók út af eurokortinu mínu 3500 kall í hraðbanka, brunaði til þeirra og rétti konunni svo seðlana með brosi á vör þegar hún bað um þá.

HAHAHAHHA! Ég borgaði þeim verndarskattinn með peningum úr þeirra eigin gullkistu.. Mér líður eins og Hróa Hetti.

Hafðu þetta Euro! HAFÐU ÞETTA!

Engin ummæli: