31.1.05

Ég mælist hér með til þess að almúginn hætti að nota tvö gífurlega hallærisleg orðasambönd. Undir flestum kringumstæðum hefði ég valið annað, þar sem að ég vil ekki biðja um of mikið frá ykkur í einu, en í þessu tilfelli má varla á milli sjá hvort sé verra.

1. [insert nafnorð/lýsingarorð] dauðans
2. maaaamma'ðín er [insert nafnorð/lýsingarorð]

Hvoru tveggja er orðið eldra heldur en Cher og er minna fyndið heldur en svarthvítar slap-stick gamanmyndir.

Engin ummæli: