19.1.05Ég keypti þessar gallabuxur um daginn, fyrir voða fáa peninga. Þetta eru fyrstu gallabuxurnar sem ég á síðan ég var svona 12 ára og fyrstu ekki-íþróttabuxurnar sem ég kaupi síðan ég var svona 18 (pilastelpa).
Eins og staðan er í dag, þá þarf ég að draga djúpt að mér andan og þræla saman rennilásinum og tölunni. Svo má ég helst ekkert hreyfa mig mikið fyrr en ég fer úr þeim aftur. Þær eru sem sagt of litlar.
Neeeiiii.. Ég tapaði mér ekkert á útsölum! Ég ákvað bara að heimurinn væri ekki tilbúinn til þess að sjá rassinn á mér í þröngum gallabuxum fyrr en ég passaði fyllilega í þetta númer. Ég gef buxunum og rassinum svona eins og 72 daga í viðbót! Annað hvort hlýtur að gefa eftir að lokum..

Ef það verður rassinn á mér, þá hlýt ég að vera með gáfaðan rass (sá vægir sem vitið hefur meira) og ef ekki, þá á ég smarty panths! Magnað!

Engin ummæli: