26.1.05

Ég hef haft þá hefð á svona tímamótum (við endann á hvítarusls raunveruleikasjónvarpsþáttaraðarinnar bachelor/bachelorette/bachelorpet) að googla parið sem stóð uppi með bros á vör og ást í augunum í lokin og hlægja. Hlægja að því að þau hafi hætt saman 2 mánuðum seinna og að fólk haldi að sönn ást finnist í raunveruleikasjónvarpsþætti.
Hvernig getur alvöru raunveruleikinn ekki komið með þungan hægrihandarkrók um leið og þau stíga út úr stúdíóinu? Eftir að hafa sett upp partý-brosið fyrir framan myndavélarnar og kynnst spari-útgáfunni af hvoru öðru á 5 vikum á kyrrahafseyjum, flottum veitingastöðum og í gondóla þurfa þau allt í einu að rífast yfir því hver eigi að vaska upp.

Þetta par olli mér miklu vonbrigðum, þegar ég komst að því að þau væru ennþá saman. Ég fann reyndar eina frétt um að það væri vesen í paradís, en hún reyndist vera tómt slúður.

Ussss...

Engin ummæli: