31.1.05

Ég er svona hægt og rólega að gera mér grein fyrir því, að ég er uppteknari núna en ég á að venjast. Þetta gerir það líklega að verkum að ég er gífurlega andlaus. Engar endur. Næ ekki andanum. Jamm..

Þegar kona er andlaus, er best að grípa til þess sem hún þekkir..
Það hefur verið siður hjá mér síðustu ár að hlægja að plebbum sem háma í sig skemmd kynfæri ((C) Einar) og drekka ógeðslegt brennivín með kúmenbragði með til þess að reyna að losna við óbragðið með óbragði. Ég held að þetta sé einhver fight fire with fire fílósófía. Gerir sér engin grein fyrir því að það skapar bara meira bál?
Óbragð í öðru veldi! Þetta er að sjálfsögðu forfeðrunum til sóma!
Ég er viss um að gamladagafólkið væri alveg til í að hanga með þessu andfúla liði.... eða allavega þangað til að það fréttir að ferskt kjöt sé aðgengilegt í hverri búð.
Ég held að bróðir minn, sem er bæði eldri og vitrari, hafi orðað þetta brest hér um árið..

"Að borða þorramat á Þorranum er eins og að krossfesta sig á föstudaginn langa"

Fólk sem krossfestir sig á föstudaginn langa, er eins og gaurinn sem hringdi í neyðarlínuna í hitt í fyrra. Þið vitið.. þessi sem var búinn að negla vinstri hendina við krossinn þegar hann gerði sér grein fyrir því að það væri honum ómögulegt að negla þá hægri fasta eftir það.

Viljið þið líkjast þannig gaur? Ha? HAA??

Engin ummæli: