16.1.05

Ég er strax farin að hlakka til sumarsins. Þá ætla ég að setja í mig eyrnatappa, snara mér væna hunangsflugu, skella á hana reiðtígjum og skoða hverfið mitt frá öðru sjónarhorni. Kannski að við getum gert árás á pottasvamlandi nágrannana og reiða unglinginn sem tekur heift sína út á trommusetti á meðan að hann hlustar á JT.
Ég hef sem sagt reiknað það út að fyrst að bröndurnar stækka um helming á hverju sumri, þá ætti optimum stærð að nást í kringum júní.

Engin ummæli: