3.1.05

Ég bara... skil ekki aaaalveg
Þessi jól og áramót, var ég bara heima hjá minni famelíu og Einar heima hjá sinni.
Svona var þetta líka í fyrra.

Ég hreinlega fatta ekki pör sem detta ofan í rifrildi og málamiðlanir um hvar eigi að vera á hvaða degi til þess að geta eytt þessum tíma saman (í fýlu út í hvort annað? Við vorum heima hjá þínum foreldrum á aðfangadag! Við verðum sko heima hjá mínum um áramótin!).
Sjálf komumst við að þeirri niðurstöðu að það væri engin þörf á að endurskoða þetta fyrr en það væru komin börn í spilið og við munum halda okkar eigin jól á okkar eigin heimili.

Af hverju þarf að eyða þessum tíma saman. AF HVERJU?? Anyone?
Ég hef haldið mín jól með ákveðnum hætti, síðustu 24 árin (já, auðvitað líka áður en ég varð 1 árs sko) og mig langar að halda í það eins lengi og ég get.
Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að mér þyki eitthvað minna vænt um minn heldur en pakkið sem getur ekki sleppt hendinni af hvoru öðru.

Engin ummæli: