6.1.05

Úfff.. Mér líður ömurlega. Í drauminum mínum tók ég þvílíkt tryllingskast að annað eins hefur ekki sést. Ég öskraði, henti hlutum út úr herberginu mínu, í fólk og fólki út úr húsi og grenjaði af reiði. Draumarinn endaði með því að ég sat í stiganum hérna heima efir þetta allt saman og há, hágrét. Ég vaknaði þá. Púlsinn alveg í hámarki og sálin eitthvað tjónuð.
Þetta var svo raunverulegt að mér líður einhvern veginn eins og þetta hafi gerst í alvörunni.

Fyndið að draumar geti farið svona illa með konu!

Engin ummæli: