26.1.05

Það fer mér víst alltof vel að vera lasin. Áðan, þegar ég var á leiðinni að sækja Benna, sem var lagður úti í Kringlu, stoppaði bíll hjá mér. Gaurinn í bílnum tjáði mér að systir hans hafði verið að leita að samskonar pilsi og ég var í, út um allan bæ og vildi vita hvar ég hefði keypt það. Ég stoppaði í Esso á leiðinni heim og keypti banana og eitthvað. Strákurinn sem afgreiddi mig var geðveikt kurteis og svo las hann báðu megin á kortið mitt. Því næst fór ég að kaupa mér subway í hádegismatinn og pilturinn sem afgreiddi mig þar spurði hvort ég vildi eitthvað að drekka.

...ARG! Ég er manneskja, ekki eitthvað kjötstykki!!

Engin ummæli: