1.1.05

Ekki stoðar að gráta minnkandi barm
Jæja, það hlaut að koma að því. Ég hef nýtt ár í brjóstahaldara sem hefur "34B" skrifað á miðann sinn. 36C hverfur með gamla árinu og flugeldunum.

Á sama tíma og ég kveð kæra félaga úr nærfataskúffunni, heilsa ég aftur gömlum og góðum sem ég þekkti betur þegar aldurinn minn endaði á "tán" og "tján".

Vitiði hvað? Mér er alveg sama. Ég er fabúlöss! Allt svo helvíti stinnt og flott, svo ég tala nú ekki um lækkunina frá 36 niður í 34! Betra að vera með flottar B skálar en feitar C skálar!
Það er heldur aaaalls ekkert slæmt ef ég er að fara að nálgast bodið sem ég átti þegar ég var 16-17 ára.

Æi já. Best að rífa sig upp úr sjálfhverfum brjóstaskálapælingum og segja:

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir lesturinn og kommentin á því gamla ;o)
Finnst engum öðrum en mér að "2005" hljómi eins og eitthvað úr vísindaskáldsögu..?

Engin ummæli: