3.1.05

Annáll 2004
Verð ég ekki að detta ofan í meðalmennskuna og skrifa hvað gerðist hjá mér árið 2004?
//Verður metnaðarlausara eftir mánuðnum...

Janúar
Árið byrjaði með þvílíkri þynnku að annað eins hefur ekki þekkst, sést eða heyrst síðan eftir samræmdu. Þar sem að ég er drottningin og þar af leiðandi eins nálægt því að vera fullkomin og er konunni kvenlega mögulegt, get ég talið á fingrum annarar handar hversu oft ég hef orðið þunn eftir stredderí. Það er víst ekkert góður endir á gubbupest að skella sér út á lífið þangað til að þú ert nærri dauða um kl. 9 morguninn eftir.
Þar sem að konunglega hirðin hefur löngum öfundað mig á þessum eiginleika var enga vorkunn (Sæunn, Gefjunn, Ljótunn, tvíhöfða risi.. allt með 2 ennum!) hjá þeim að finna.

Iceland Express sá þó aumur á mér og gaf mér eins og tvo miða til Köben fyrir mig og minn. Við skrópuðum í skólanum og skelltum okkur þangað í 5 daga, með stuttri heimsókn í Svíþjóð (þar sem allir eru dökkhærðir og tala arabísku).
Í Danmörkinni fór ég á fyrstu "alvöru" tónleika ársins með Dream Theater. Keyptu mig alveg þessir gaurar! Ég heimsótti líka DTU, sem verður vonandi skólinn minn næsta haust. Fólkið sem vann þar fékk reyndar ekkert mörg prik.

Ég auglýsti bankabók með 10.000 kalli inni á sér týnda. Það átti víst að vera 3ja mánaða process, en núna ári seinna, hef ég ekki enn fengið peninginn. Ég held að ég eigi heimtingu á einhverjum hluta af dönskum banka, þar sem mínir fjármunir hafa augljóslega verið notaðir til þess að versla hann!

Seint í janúar gerðist svo það besta sem kom fyrir mig á öllu árinu! Ég tæmdi sparigrísinn og verslaði drottningadyngjuna fyrir marga rauða og fjólubláa. Þetta er stæðsti og besti skeiðvöllur sem ég hef nokkurn tímann átt og hann var hverrar krónu virði. Ég get snúið hvernig sem mér dettur í hug í flugmóðurskipinu!

Febrúar
Þórir Már bauð mér, ásamt tveimur úr bænarí veldinu (Einari og Palla) í stjörnuskoðun í fimbulkulda. Ég hef aldrei fengið að skoða svona lengi og svona mikið í alvöru stjörnukíki og mér fannst þetta virkilega gaman. Ég komst að því að Wallace og Gromit væri ekki nákvæm vísindi og tunglið væri ekkert gert úr osti. Ég er ennþá að spá í að leggja þetta meira fyrir mig þegar ég eignast tíma.

Ég keypti drekatréð (óx aldrei dreki á það. Ömurlegt) og gúmmítréð (fórn fyrir Albert kóalabjörn), fyrstu blómin sem ég hef átt í mörg ár. Þau lifðu í næstum því 8 mánuði! Persónulegt met. Ég hefði reyndar geta sýnt þeim betri virðingu en það að hafa líkin í gluggakistunni fram undir desember og það þykir mér leitt.

o/
/|
/ >
Út fyrir endimörk alheimsins..

Ég kláraði The Quest for the Crown

Ég lenti í því í fyrsta sinn á æfi minni að þurfa kaupa klósettpappír. Ég fer ekki frekar út í það hérna, en það var mikil lífsreynsla.

Ég ákvað að hætta við að verða vampíra þegar ég verð stór... eh.. eldri og stefna í staðinn á að verða sjóræningi.


emotigoatse:
/ - { } -
Mars
Namm.. mars er gott.

Ég byrjaði í salsa tímum og dansaði frá mér allt vit með crypto-Loga á hverjum föstudegi í 12 vikur. Ég get svo sem ekki sagt að þeir hafi skilið mikið eftir sig, en þetta var rosalega gaman á meðan að á þessu stóð og ég er örugglega jafnvel enn þokkafyllri eftir þetta *hóst*.

Ekkert annað merkilegt í mars. Váh.

Apríl
Chicken faijita kom aftur á Subway.
Verzló vann gettu betur

Roses are red,
Violets are blue,
All my base,
are beloning to you

Eignaðist flösku af absinth sem ég hef ekki enn opnað. Ég hef heyrt að þú verðir ruglaður eins og homblest kex á því að drekka þennan fjanda, svo það þarf varla að taka það fram að ég get ekki beðið!

Ég byrjaði á líkami fyrir lífið prógramminu. Það var það næst besta sem ég gerði á árinu eftir að kaupa bælið. Ætli ég hafi ekki gellast um svona eins og 50% síðan. Ég er ógeðslega stolt af mér fyrir að hafa svona mikinn sjálfsaga og ég get ekki beðið eftir því að taka 3ðja settið af 12 vikum núna 9.jan næstkomandi. Þá loksins munu verða brotnar hnetur á milli rasskinna!

Maí
Fór til Danmerkur á fund. Fyrsta svona vinnuferðin mín til útlanda. Mér leið eins og ég væri rosalega pro og fullorðin. Það var skrítið. Það var líka skrítið að fljúga til Danmerkur bara til þess að gista í eina nótt. Fékk flugþreytu í fyrsta skiptið á æfi minni.

Elsku síminn minn, hann Steinar (sem hafði gefið sig út fyrir að vera högg og vatnsþolinn, en aldrei að innviði hans gæti lifað lengur en í ár), dó og í staðinn keypti ég elsku Ottó, sem náðar ykkur nú reglulega með mms myndum!

Ég póstaði fyrsta comicinu mínu. Ég á eftir að pósta fleirum áður en yfir líkur ;o)

Júní
Fór á fyrsta símafundinn minn við fólk í 3 mismunandi löndum í einu. Það er skrítið að tala útlensku við apparat á borðinu. Ég fraus algjörlega og gat ekkert sagt það sem ég var að gera á ensku. Úff. Svo sem ekki við meira af mér að búast, þar sem ég er að læra að vera einhverfur tölvunarfræðingur.

Komst að því að mikilvægasti dagur mannkynssögunnar væri dagurinn sem ég fæddist. Eðlilega. Hefði ég aldrei fæðst, hefði ég aldrei geta fræðst um hina atburðina.

Smakkaði aloe vera drykkjarjógúrt í fyrsta og síðasta skipti, enda legg ég ekki í vana minn að borða stofuplöntur. Mér fannst eins og ég væri að halda framhjá drekatrénu og gúmmítrénu.

Setti sjálf upp microsoft spegil í herbergið mitt. Mér er margt til lista lagt!

Komst að því að ég get gert geðveikt stóra munnvatnskúlu. Frábært að læra svona nýja hluti um sig!
Fór berfætt, í hælaskóm í vinnuna í fyrsta sinn á æfi minni. Kom í ljós að að ég er með flottar musur. Who knew!? Fannst það næstum betri uppgvötvun er munnvatnskúlan!

Ég hætti að drekka í 2 mánuði af því að áfengi er fitandi. Það var ekkert mál. Saknaði mest að geta ekki drukkið rauðvín á videokvöldum okkar hjúskatanna.

Komst að því að Múfasa hefði örugglega étið Bamba hefði hann haft tækifæri til þess..

Júlí
Þetta var velmegunar mánuðrinn. Ég fór í dekur, út borða, keypti mér föt, fór á listasöfn og á tónleika (Placebo, Pixies og Korn. Minnir að allt hafi verið í þessum mánuði), fór í twister og í menningaferð til Akureyrar,
Sleppti mér í myndum af hollum mat sem ég borðaði (enda sérstaklega girnilegur oft á tíðum sko!)

Ágúst
Fór í þriðja sinn til Danmerkur á þessu ári. Það var æðislegt. Sá kettling í lest, dýr í dýragarði, hljóðfærasafnið, verslaði mig næstum til dauða (20.0 kg. I'm gooood), keypti m.a. skó til að vera eins og Einar og margt fleirra! Ég slappa einhvern veginn svo mikið af þarna úti. Það er svo sem ágætt ef ég á að búa í þessari íbúð í eins og 2 ár.

Roleplay grúppan okkar stækkaði um 3, sem mæta hvort eð er aldrei :oÞ
Stofnaði töffaramyndabíóklúbb en gleymdi honum svo.

Byrjaði í ógeðslegasta kúrsi skólaferilsins, stærðfræðilegri greiningu. Ætli það verði ekki líka að minnast á leiðinlega atburði! ;o)

September
Það kom haust. Það var leiðinlegt.
Hárgreiðslukonan snoðaði af mér allt hárið. Ég er að safna því aftur núna *sakn* Líður eins og hálfri konu.
Við kagglinn byrjuðum í karate. Það er rosalega gaman. Það er langt síðan ég hef haft eitthvað nýtt til að læra í íþróttum og sjá mér fara fram.

Merkilegt hvað það gerist lítið skemmtilegt á haustin..

Október
Tók í fyrsta skipti eftir því hvað ég er með vinalegt hné!
Opnaði Health. Nýjar upplýsingar koma með nýju 12 vikna setti, sem hefst þann 9. janúar.
Ég átti 23ja ára afmæli. Það er ekkert merkilegt við að verða 23ja... nema pakkarnir auðvitað!
Póstaði bicep

Nóvember
Mús Lee mánuðurinn!
Mutton og Sally náðu saman.
Snjór, kuldi, deadlines, lokapróf, almennt ömurlegur mánuður alltaf hreint. Náði að vísu stærðfræðigreiningu og fer aldrei aftur í þennan viðbjóð!

Desember
Fékk gult belti í karateinu. Gulur er fallegur litur.
Gleði, chill, rólegt, en skemmtilegt 3ja vikna námskeið, jólaskraut.
Jólasveinarnir snéru aftur og gáfu mér í skóinn. Eh.. jólasokkinn á hurðahúninum. Ég fékk alskonar fínt og skemmtilegt. Hafði saknað þeirra síðustu 2 árin!
Mér var boðin vinna í vísindaferð sem hefur ekki gerst áður. Mér var líka boðin vinna í ræktinni. Það hefur heldur ekki gerst áður!

Tók sækóklínerinn fyrir jólin og skreytti svo aldeilis fanatískt.
Gaf margar jólagjafir og fékk margar í staðinn. Ættingjar voru almennt mjög ánægðir með jólaföndrið í ár :o)
Áramót og.. tja.. here we are!

Engin ummæli: