25.1.05

Allt út í Internet Explorer
Guð minn góður. Ég er loksins mætt í viðskiptafræðitímann minn. Mér líður eins og í twilight zone. Það er allt út í stelpum. Sætum stelpum. Og þær taka frá sæti fyrir hvora aðra. "Hérna.. nennir þú að taka frá þessi 2 sæti við hliðina á þér?". WHAT? Hleypa þær líka í röðinna í matsalnum? Nei.. bara spyr. Það er líka morgun og þvílíkur kliður í salnum. Allir rosa hressir og að tala saman. Þau þurfa víst að vakna ógeðslega snemma til þess að mála sig og setja gel í hárið (fólk verður ekki svona fallegt án þess að leggja eitthvað á sig :o), þannig að þau eru löngu búin með morgunfýluna. Það eru líka svo margir hérna að öll sætin eru tekin. Ég er ekkert smá glöð að hafa sest á enda. Pissuskálafílósófía. Mér líður illa. Líður eins og ég sé að halda framhjá tölvunarfræðinni..

Engin ummæli: