31.1.05

Ég veit það reyndar alltaf, en stundum rennur það aðeins meira upp fyrir mér en venjulega hversu gríðarlega vel lofuð ég er..

Já.. OG FUCK OF! Ég má alveg skrifa væmið stuff á mína heimasíðu :o)
Ég mælist hér með til þess að almúginn hætti að nota tvö gífurlega hallærisleg orðasambönd. Undir flestum kringumstæðum hefði ég valið annað, þar sem að ég vil ekki biðja um of mikið frá ykkur í einu, en í þessu tilfelli má varla á milli sjá hvort sé verra.

1. [insert nafnorð/lýsingarorð] dauðans
2. maaaamma'ðín er [insert nafnorð/lýsingarorð]

Hvoru tveggja er orðið eldra heldur en Cher og er minna fyndið heldur en svarthvítar slap-stick gamanmyndir.
Ég er svona hægt og rólega að gera mér grein fyrir því, að ég er uppteknari núna en ég á að venjast. Þetta gerir það líklega að verkum að ég er gífurlega andlaus. Engar endur. Næ ekki andanum. Jamm..

Þegar kona er andlaus, er best að grípa til þess sem hún þekkir..
Það hefur verið siður hjá mér síðustu ár að hlægja að plebbum sem háma í sig skemmd kynfæri ((C) Einar) og drekka ógeðslegt brennivín með kúmenbragði með til þess að reyna að losna við óbragðið með óbragði. Ég held að þetta sé einhver fight fire with fire fílósófía. Gerir sér engin grein fyrir því að það skapar bara meira bál?
Óbragð í öðru veldi! Þetta er að sjálfsögðu forfeðrunum til sóma!
Ég er viss um að gamladagafólkið væri alveg til í að hanga með þessu andfúla liði.... eða allavega þangað til að það fréttir að ferskt kjöt sé aðgengilegt í hverri búð.
Ég held að bróðir minn, sem er bæði eldri og vitrari, hafi orðað þetta brest hér um árið..

"Að borða þorramat á Þorranum er eins og að krossfesta sig á föstudaginn langa"

Fólk sem krossfestir sig á föstudaginn langa, er eins og gaurinn sem hringdi í neyðarlínuna í hitt í fyrra. Þið vitið.. þessi sem var búinn að negla vinstri hendina við krossinn þegar hann gerði sér grein fyrir því að það væri honum ómögulegt að negla þá hægri fasta eftir það.

Viljið þið líkjast þannig gaur? Ha? HAA??

30.1.05

Ég er búin að sjá Blade: Trinity, The Incredables og Team America: World Police.

Bara.. Deila þessu með ykkur..
Dúdú.. dúdúdú.. dúdúdúdúdú

29.1.05


Capsules to assure my colon health. Splendid. Ég hef ekki geð í mér að fara í ristilhreinsun, svo að ég skelli mér í staðinn á svona hylki öðru hvoru. Ah. I am the very picture of colon-health!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Ég gaf loksins eftir og keypti mér svona lóðalyftigrifflur. Það er bara stupid að geta ekki hækkað sumar þyngdir vegna þess að ég meiði mig í fingrunum eða lófunum..

27.1.05

A computer once beat me at chess, but it was no match for me at kick boxing.

26.1.05

Ég hef haft þá hefð á svona tímamótum (við endann á hvítarusls raunveruleikasjónvarpsþáttaraðarinnar bachelor/bachelorette/bachelorpet) að googla parið sem stóð uppi með bros á vör og ást í augunum í lokin og hlægja. Hlægja að því að þau hafi hætt saman 2 mánuðum seinna og að fólk haldi að sönn ást finnist í raunveruleikasjónvarpsþætti.
Hvernig getur alvöru raunveruleikinn ekki komið með þungan hægrihandarkrók um leið og þau stíga út úr stúdíóinu? Eftir að hafa sett upp partý-brosið fyrir framan myndavélarnar og kynnst spari-útgáfunni af hvoru öðru á 5 vikum á kyrrahafseyjum, flottum veitingastöðum og í gondóla þurfa þau allt í einu að rífast yfir því hver eigi að vaska upp.

Þetta par olli mér miklu vonbrigðum, þegar ég komst að því að þau væru ennþá saman. Ég fann reyndar eina frétt um að það væri vesen í paradís, en hún reyndist vera tómt slúður.

Ussss...
Ég drekk ekki kaffi.
Ég drekk ekki te.
Ég drekk ekki kakó.
Af öllu því sem skapari heimsins, Heimsskaparinn, hefur eytt dýrmætum tíma sínum í að skapa (but then again.. kannski er tími hennar ekkert rosalega dýrmætur fyrst að hún eyddi tíma í að skapa nýrnabaunir), er blómkáls og broccoly bollasúpa það besta!
Það fer mér víst alltof vel að vera lasin. Áðan, þegar ég var á leiðinni að sækja Benna, sem var lagður úti í Kringlu, stoppaði bíll hjá mér. Gaurinn í bílnum tjáði mér að systir hans hafði verið að leita að samskonar pilsi og ég var í, út um allan bæ og vildi vita hvar ég hefði keypt það. Ég stoppaði í Esso á leiðinni heim og keypti banana og eitthvað. Strákurinn sem afgreiddi mig var geðveikt kurteis og svo las hann báðu megin á kortið mitt. Því næst fór ég að kaupa mér subway í hádegismatinn og pilturinn sem afgreiddi mig þar spurði hvort ég vildi eitthvað að drekka.

...ARG! Ég er manneskja, ekki eitthvað kjötstykki!!

25.1.05

Æææ. Mér leiðist. Ég er hálf lasin. Verð líka aldrei full lasin. Ég er víst ekki best í ÖLLU! Hausinn á mér er of þungur til þess að ég geti lært eða lesið.
Ef þið eruð með mig á msn, signið ykkur þá inn og talið við mig. Hinir mega gera slíkt hið sama, en bæta mér á contact listann sinn bara fyrst...
Bad kind of puppy
Henti inn nýju comic.
Það er víst teiknað í paint í þetta sinnið. Skanninn var með einhvern móral helvískur!
Allt út í Internet Explorer
Guð minn góður. Ég er loksins mætt í viðskiptafræðitímann minn. Mér líður eins og í twilight zone. Það er allt út í stelpum. Sætum stelpum. Og þær taka frá sæti fyrir hvora aðra. "Hérna.. nennir þú að taka frá þessi 2 sæti við hliðina á þér?". WHAT? Hleypa þær líka í röðinna í matsalnum? Nei.. bara spyr. Það er líka morgun og þvílíkur kliður í salnum. Allir rosa hressir og að tala saman. Þau þurfa víst að vakna ógeðslega snemma til þess að mála sig og setja gel í hárið (fólk verður ekki svona fallegt án þess að leggja eitthvað á sig :o), þannig að þau eru löngu búin með morgunfýluna. Það eru líka svo margir hérna að öll sætin eru tekin. Ég er ekkert smá glöð að hafa sest á enda. Pissuskálafílósófía. Mér líður illa. Líður eins og ég sé að halda framhjá tölvunarfræðinni..

24.1.05

Ég er víst masókisti eftir allt saman..
The triology

Partur I
- Í fyrsta parti eru persónurnar venjulega kynntar til leiks
Á morgnanna, þegar ég vakna, fer ég beint í íþróttafötin mín og tek með mér venjuleg föt í ræktina. Með þessu móti get ég sofið 5 mínútum lengur (basic bestunar pælingar). Í morgun rataði peysan sem ég ætlaði að taka með mér aldrei ofan í töskuna. Þetta uppgvötvaði ég ekki fyrr en ég var að klæða mig 575 kaloríum og sturtu seinna. Það var víst ekkert annað að gera í stöðunni, en að koma við heima hjá mér á leiðinni í skólann og peysa mig.

Partur II
- Í öðrum parti koma persónurnar sér í vandræði
Eins og áður hefur komið fram, er ég best. Nei ég meina.. besta ég! Ég hafði sem sagt ekki reiknað með þessu stoppi og kom því alveg á síðustu stundu í tíma. Á meðal brennslu-sessioni skvetti ég 1 lítra af vatni í andlitið á mér, þannig að mér var svolítið mál. Ég stressaði mig ekki mikið á þessu og hélt áfram að súpa vatn. Þegar það voru 10 mínútur eftir af tímanum var þetta orðið virkilega óþægilegt (meðal þvagblaðra rúmar víst 400 ml). Ég ákvað samt að láta mig hafa þetta, þar sem að tíminn var alveg að klárst og ég er valkyrja (sem sagt vond hönnun á fyrirlestrasalnum. Það þarf að labba fyrir glærutjaldið til þess að komast til baka. Dónalegt). Eitthvað segir mér að manneskja sem þarf alavarlega að pissa, sé með veruleg ofvirknis-einkenni. Ég iðaði í stólnum, nagaði á mér neglurnar, juggaði á mér löppinni og klikkaði pennanum mínum.
Þegar það var ein mínúta eftir af tímanum, tilkynnti kennarinn að hann ætlaði að sleppa frímínútunum þar sem að það væri svo lítið eftir af fyrirlestrinum og hann ætlaði að hleypa okkur fyrr út í staðinn.

Partur III
- Í þriðja og síðasta partinum koma persónurnar sér svo úr vandræðum og lifa hamingjusamar það sem eftir er - Eða þangað til að ódýrt framhald kemur út
Broti úr sek. seinna hafði ég flogið að hurðinni og augnabliki eftir það sat ég á klósettinu. Þegar kona hefur haldið í sér svona lengi er það eiginlega sárt að pissa... Á sama tíma streymdu niður kinnarnar gleðitár yfir því hvað þetta væri nú gott.
40 mínútum seinna, þegar bunan hætti, skildi ég loksins hvernig mæðrum líður eftir að hafa alið börn.

Það er næstum því þess virði að halda svona lengi í sér, bara vegna þess hvað það er gott að pissa eftir á.

Þið ættuð, þegar ég hugsa um það, öll að prufa þetta!
Ákvað að setja þetta inn líka, þar sem að það er visst samræmi. Ég er sem sagt 7% loser, og 92% nörd!

I am 7% loser. What about you? Click here to find out!


Nú vantar mig bara að finna hvað þetta síðasta prósent er og þá er ég komin með uppskrift ;o)

Banana haframjölskökur. Uppskrift á health á eftir..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Slogan generator..
- Get the Door - It's Ósk. //Komin til að borða matinn þinn!
- Everything We Do is Driven by Ósk. //Heheh.. brummbrumm
- Choosy Mothers Choose Ósk. //Jájá.. every mothers dream!
- Just for the Taste of Ósk. //Örugglega Dove bragð af mér..
- Snap! Crackle! Ósk! //Var þetta ekki morgunkorn?
- A Ósk Works Wonders. //And you know I do!
- A Day Without Ósk is Like a Day Without Sunshine. //Þurrka tár. Svo fallegt! Svo satt!
- It's A Bit Of A Ósk. //Tása kannski?
- A Tough Ósk to Follow. //I suuuuure am!
- A Finger of Ósk is Just Enough to Give Your Kids a Treat. //OJ! Mannætur
- Life Should Taste As Good As Ósk. //Thíhí
- There's no Wrong Way to Eat a Ósk. //Thíhíhíhí
- Ósk Really Satisfies. //THÍHÍHÍHÍ
- We Bring The Good Ósk To Life. //Hmm.. Ég er þá líklega ekki lengur undead
- Maybe she's born with it - maybe it's Ósk // It's Ósk!!
- Ósk - The Best A Man Can Get. //Já Einar minn! Þá veistu það..
- Probably The Best Ósk In The World. //:o) Já!

22.1.05


Óli frændi er með Nemóköku í afmælisveislunni sinni! Hún er fín :o)

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

21.1.05

Hahahhaha.. who knew.. Ég OWNA Bænarí í nördness. Hefði örugglega enginn geta giskað á þetta before hand!!


I am nerdier than 92% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!
Sólskin, sleikipinnar.. regnbogar allstaðar..

20.1.05

Stal þessu frá Þarfagreini

I Am A: Neutral Good GnomeBard Thief


Alignment:
Neutral Good characters believe in the power of good above all else. They will work to make the world a better place, and will do whatever is necessary to bring that about, whether it goes for or against whatever is considered 'normal'.


Race:
Gnomes are also short, like dwarves, but much skinnier. They have no beards, and are very inclined towards technology, although they have been known to dabble in magic, too. They tend to be fun-loving and fond of jokes and humor. Some gnomes live underground, and some live in cities and villages. They are very tolerant of other races, and are generally well-liked, though occasionally considered frivolous.


Primary Class:
Bards are the entertainers. They sing, dance, and play instruments to make other people happy, and, frequently, make money. They also tend to dabble in magic a bit.


Secondary Class:
Thieves are the most roguish of the classes. They are sneaky and nimble-fingered, and have skills with traps and locks. While not all use these skills for burglary, that is a common occupation of this class.


Deity:
Oghma is the Neutral Good god of knowledge and invention. He is also known as the Binder of What is Known, and is the Patron of Bards. His followers believe that knowledge reigns supreme, and is the basis for everything else that is done. They wear white shirts and pants, with a black and gold braided vest, and a small, box-like hat. All priests of Oghma are known as Loremasters. Oghma's symbol is a scroll.


Find out What D&D Character Are You?, courtesy ofNeppyMan (e-mail)


Ég ligg uppi í rúmi með 2 stærðfræðibækur (Línu og Starra), 2 rúðustrikaðablaða bækur, pennaveski, reglustiku (..þori ekki að segja striku. Þá verð ég lamin með reglustiku (..þori ekki að segja striku. Þá... n. recursion rules!) á puttana!) og reiknivél. Palli og Doddi gerðu grín af stærðinni á reiknivélinni minni um daginn í Línu. Það er af því að þeir vita ekki hvað það er gott að eiga reiknivél sem getur nuddað á þér táslurnar, gert skattaframtalið þitt og gelt eins og varðhundur þegar einhver nálgast laptoppinn og ég eru ekki á staðnum! Þeir vita ekki hvað það er fuck sniðugt að kasta öllum 20 hliða teningunum sínum 400x og setja það upp í lista á reiknivélinni. Láta hana svo reikna meðaltal, staðalfrávik, miðgildi, algengustu tölu o.s.frv. og finna þannig út hvaða teningur er bestur (shut up! I'm not a geek! I'm a lvl. 15 bard! Þeir eru með charisma).
Besides. Það er allt í lagi. Þeir eru bara með LITLAR reiknivélar. Aha! Ég er með STÆRRI reiknivél en þeir. Mósjönn inn þí ósjönn skiptir sko engu máli hér, þar sem að engin þeirra er vatnsheld!

Já.. anywho. Það sem ég vildi sagt hafa var að ég get ALVEG gert skiladæmi í stærðfræði og kúra upi í rúmi í einu.

Ég er nú einu sinni......

...OFUR ÓSK!! //Stend með hendur á mjöðum og skykkjan flaxast um í vindinum. Oh.. bíddu! Engin skykkja! Vill ekki enda eins og Gassi gæs sem sogaðist inn í þotuhreyfilinn...

19.1.05Ég keypti þessar gallabuxur um daginn, fyrir voða fáa peninga. Þetta eru fyrstu gallabuxurnar sem ég á síðan ég var svona 12 ára og fyrstu ekki-íþróttabuxurnar sem ég kaupi síðan ég var svona 18 (pilastelpa).
Eins og staðan er í dag, þá þarf ég að draga djúpt að mér andan og þræla saman rennilásinum og tölunni. Svo má ég helst ekkert hreyfa mig mikið fyrr en ég fer úr þeim aftur. Þær eru sem sagt of litlar.
Neeeiiii.. Ég tapaði mér ekkert á útsölum! Ég ákvað bara að heimurinn væri ekki tilbúinn til þess að sjá rassinn á mér í þröngum gallabuxum fyrr en ég passaði fyllilega í þetta númer. Ég gef buxunum og rassinum svona eins og 72 daga í viðbót! Annað hvort hlýtur að gefa eftir að lokum..

Ef það verður rassinn á mér, þá hlýt ég að vera með gáfaðan rass (sá vægir sem vitið hefur meira) og ef ekki, þá á ég smarty panths! Magnað!
Mús.. mús.. mús...

MÚS LEE!!

18.1.05

Þórarinn Tyrfings og Kári Stefáns í einu í sjónvarpinu.. Spurning um að hringja í Gunnar í Krossinum, og Íþróttaálfinn líka..

LÍN fylleríið mitt er þessi GSM síma vettlingur fyrir Ottó. Þetta er það svalasta síðan Fonzie!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Mig langar svo að henda einhverju niður..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Helsta hintið um að ég sé ekki alveg sú svalasta, er að ég ræð mér varla fyrir kæti þegar EAS kemur með nýtt fæðubótaefni á markaðinn..

17.1.05

Alltaf eins og gimp og með hálf-opin augun (tókuð þið eftir því að ég sagði hálf-opin en ekki hálf-lokuð. Jákvæð stúlka!) á myndum
Kominn tími til að taka til á msn. Út með fólk sem talar aldrei við mig..
15 manns... DELETED!

Aaah.. I feel so cleansed!

16.1.05

Ég elska kliðinn sem kemur alltaf eftir að aðal-kviðdómandinn hefur lesið upp úrskurðinn í löggu og dómaraþáttum..

We find the defendant... not guilty!
*Ghaaaasp*
*skvaldrskvaldrskvaldr*
Ég er strax farin að hlakka til sumarsins. Þá ætla ég að setja í mig eyrnatappa, snara mér væna hunangsflugu, skella á hana reiðtígjum og skoða hverfið mitt frá öðru sjónarhorni. Kannski að við getum gert árás á pottasvamlandi nágrannana og reiða unglinginn sem tekur heift sína út á trommusetti á meðan að hann hlustar á JT.
Ég hef sem sagt reiknað það út að fyrst að bröndurnar stækka um helming á hverju sumri, þá ætti optimum stærð að nást í kringum júní.
Ég er ennþá hálf tjónuð eftir að ég sá umfjöllunina um fóstureyðingar í Íslandi í dag í síðustu viku (ætli þetta heiti þá "Ísland á miðvikudaginn"?).
Ég ætlaði að skrifa rosalegt rant um að 1000 fóstureyðingar á ári (20% allra þungana) Að fólk verði að taka ábyrgð á sínu kynlífi.. hvernig getnaðavarnir virki og að ég neiti að trúa því að svona margar konur hafi lent í því að verða óléttar á sama tíma og þær notuðu þær á réttan hátt...

Ég bara treysti mér ekki alveg í það :o) Kannski tekur einhver annar þetta að sér fyrir mig..

15.1.05


Þetta er vinur minn, hann gítar (þessi hægra megin). Álftin mín á hann, en ég fæ að fikta! Það er ekki erfitt að hafa einn putta á 2 á öðrum streng eða einn á 3 á fyrsta streng og annan á 5 á næsta, en það er rosalega erfitt að færa þá rétt á milli! Svo verður litli putti aumur eftir mikið glammmmr.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
I'm not the one your mother warned you about... her imagination isn't that good."

13.1.05

2 fyrir 1 á sake..
Heimski outlook með heimskar short-cut. Af hverju er ctrl-enter = send email? Í Word, frá sama fyrirtæki er það enter án línubils. Grrr..

12.1.05

Ég á bágt, svo ég er að í fýlu út í alla. Það er svo auðvelt að fara í fýlu þegar kona er ekki alveg balanceruð.
Reyndi að leggja mig áðan í klst, og það var hringt 5x í mig á meðan.

Nenni ekki að tala um það...

...í staðinn vil ég taka fram að uppáhalds fólkið mitt í ræktinni, er þetta sem stynur og setur upp samfarasvipi þegar það lyftir þungum lóðum.

11.1.05

Það er ákveðin, rosalega væmin og kommörsjal kvenmanns rödd sem er notuð í ALLAR talsettar auglýsingar á Íslandinu.

Rólegur.. Þú þarft SMINT Xylicare.

Er bara til ein kona á landinu sem er hæf til auglýsingatalsetninga? Tók hún þetta í bréfaskóla? Veit hún svona mikið um hvernig það er þegar þú getur ekki eytt löngum tíma á baðherberginu án klósett-steins, þar sem að það kemur svona vond lykt þegar hún gerir nr.2. OG... hvað það er gott að skeina sér á klósett-hvolpinum. OG hvernig eitthvað stupid dömubindi lætur henni líða eins og hún sé frjáls og hrein. OG að það sé alltaf stuð þegar famelían kemur saman yfir dollu af hrísmjólk?

Er þetta kannski eina röddin sem gallup hefur fundið út að virki seiðandi á karlmenn, vel klædd á konur og vinalega á börn?
Af hverju ætli mér geti klæjað innan í nefinu? INNAN Í?? Það er eins og að klægja innan í maganum..
Hmm. Það var víst ekkert sérstaklega góð hugmynd að vaka til 3 í nótt til þess að klára Kings Quest 6, heir today, gone tomorrow.
Ég spilaði þennan leik síðast þegar ég var svona 12-13 ára. Merkilegt hvað ég man mikið söguþráðinn síðan þá :o)

10.1.05

Ég á nýja næst-bestu vinkonu! Hún heitir Bylgja og hún lánaði mér mikilvæga heilsugræju sem mér hefur langað í um það bil.. tja.. __________________________________ svona lengi (give or take).

Það vita allir hvað ég kann vel við fólk sem lánar mér eða gefur mér hluti. Þið ættuð öll að taka hana ykkur til fyrirmyndar ;o)
Pæling...
...ef þú ert alveg rosalega goth, ætli þú drepist? (Get it? GET IT??)
Samfélagið hefur gert mig svona
Jæja.. ég fékk loksins námslánin mín. Frávita af hungri, stoppaði ég í félaga Esso (hverfisbúðin) til að kaupa mér létt kotasælu og heilhveitibrauð. Þegar ég hugðist taka pening út úr hraðbankanum byrjaði hann að pípa eins og brjálæðingur og lét herskáa, rauða hendi blikka á skjánum ítrekað. Textinn við var "Kort útrunnið". Þegar hraðbankinn hafði öskrað nógu hátt og lengi til þess að allir væru byrjaðir að horfa á mig eins og ég væri glæpakvendi sem hafði verið að misþyrma hraðbanka ræflinum, breytti hann textanum sínum í "kort tekið til geymslu" (mér hefði fundist "tekið í gíslingu" eiga betur við).

Það er ljótt að láta kortið mitt renna út. Það er ljótt að vara mig ekki við. Það er ljótt að ég þurfi að druslast í banka (fæ alltaf ríkisfyrirtækisstrauma í brisið þegar ég er í bönkum. Hates it) til þess að fá annað í staðinn. Það er ljótt að ég sé búin í skólanum um miðja nótt (kl. 17).

9.1.05

Finnst engum öðrum en mér það vera ógeðslegt þegar það er sagt í myndum:
"He's sleeping with the fishes"?

7.1.05

Stundaskráin mín er komin inn á innranetið. Til frekari útskýringa táknar "T-611-NYTI" nýja tækni, "T-211-LINA" línulega algebru (þetta eru valnámskeiðin mín tvö), T-604-STAR stæðrfræðileg reiknirit og "T-404-LOKA" fund vegna BSc verkefnis.
Það er rosalega skrítið að sjá svona fáa tíma á töflunni. Ég get huggað mig við það að ég á eftir að eyða a.m.k. 500 tímum í lokaverkefnið mitt á næstum 15 vikunum.. :o)
Prótótýpan (eldri bróðir minn sem sagt), sem kemur reglulega í heimsókn til þess að borða matinn okkar, kom einmitt í morgun í slíkum erindagjörðum (naah, hann var líklega að heimsækja internetið). Á meðan að ég svaf værum svefni tókst honum að loka sig inni á klósetti (salerni fyrir hégómastrumpa). Ég vaknaði ekkert við sársauka öskrin frá hurðinni þegar verið að var að misþyrma henni. Á endanum þurfti hann að taka hana af hjörunum eftir hálftíma samningaviðræður.
Þegar bróðirinn hringdi svo í mig, til þess að vara mig við hurðinni með fyrirtíðaspennuna heyrði hann símann minn hringja inni í herbergi. Hann var svo upptekinn af því að vera hissa að ég hann var ekkert fúll..

Ég kann hins vegar ekkert við svona vesen. Ég verð að loka a ð mér þegar ég kasta vatni (stelpur kúka ekki). Annars gæti ég alveg eins búið í miðbænum.

6.1.05


Thíhí

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Íslendingar eru ógeðslega feitir. Ég keypti mér pils í Hagkaupum og samkvæmt einhverjum snepli sem hékk hjá mátunarklefunum þá er það xtra small.
Kannski ágætt að bæta við að það er í stærð 10 for fuck sake (38 evrópskt, 6 bandarískt..)! Ef ég og minn skjólgóði rass erum orðin xtra small þá leikur mér forvitni á að vita hvernig "medium" íslensk kona lítur út.Tók þessa mynd af því annars. Erfitt að taka mynd af pilsinu sem þú ert í :oP
...why don't we get out of these wet clothes and into a dry martini!??
Djöfull er hált úti..
Fáir vita að það voru við Einar sem gáfum þeim Wulff og Morgenthaler hugmyndina af þessu gríni.
Úfff.. Mér líður ömurlega. Í drauminum mínum tók ég þvílíkt tryllingskast að annað eins hefur ekki sést. Ég öskraði, henti hlutum út úr herberginu mínu, í fólk og fólki út úr húsi og grenjaði af reiði. Draumarinn endaði með því að ég sat í stiganum hérna heima efir þetta allt saman og há, hágrét. Ég vaknaði þá. Púlsinn alveg í hámarki og sálin eitthvað tjónuð.
Þetta var svo raunverulegt að mér líður einhvern veginn eins og þetta hafi gerst í alvörunni.

Fyndið að draumar geti farið svona illa með konu!

5.1.05

In the wild west... everybody can be well hung!
Í gær gáfu foreldrar mínir mér 15.000 kr. inneign í Kringlunni. Þegar ég í mikilli undrun spurði hvers vegna þau væru nú að þessu, sagði mamma mín "Affí að shett er súú" (já, hún sagði þetta svona. Mamma mín er svo sniðug). Ég á sem sagt að kaupa mér eitthvað fallegt sem mig langar í.
Mig grunar að þessar inneignanótur hafi verið verslaðar sem jólagjöf handa mér (já.. önnur), en þau ekki kunnað við að gefa sem slíka þegar á hólmin var komið.

Vá. Ég held að ég hafi aldrei eytt svona mörgum peningum í "vitleysu" á þessum tíma árs áður. Það er líklega ástæðan fyrir því að ég er í rosalegu inner conflicti yfir því hvort ég eigi að nota þær skynsamlega eða sleppa mér og fara í klippingu og strípur eða kaupa eitt par af dýrum skóm....

What to do.. what to do..

4.1.05

Jæja. Það hlaut að koma að því. Character sem ég á, drap annars manns character (ekki NP þ.e.). Þetta var í fyrsta skipti, svo ég er með smá samviskubit.
Cronck rændi nokkrum hlutum af Cade (halfling, rouge), sem var meðvitundarlaus og var að blæða út. Hann ætlaði eiginlega bara að láta hann deyja.
Cade hafði aldrei verið sérstaklega góður við hann. Hrekkti hann stundum fyrir að vera ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni og reyndi að ljúga að honum. Einu sinni lokaði hann Cronck einan inni með hættulegum óvini. Hann reyndar opnaði aftur seinna og kom til aðstoðar, en það var ekki fyrr en að Cronck var næstum dáinn.

Þegar annar í hópnum kom og hlúði að Cade komst hann að því að Cronck hefði rænt hann. Þú vilt ekki eiga caotic evil þjóf að óvini skal ég segja þér, svo að það varð að svæfa hann. Með öxi...
Ég segi það enn og aftur að fólkið sem fann upp máltækið "heimskur hlær að sjálfs síns fyndni" hafi bara einfaldlega ekkert verið fyndið sjálft. Ég upplifi það allvega mjög reglulega að skellihlægja að einhverju sem ég segi, geri, eða dettur í hug, jafnvel þó ég sé bara ein með sjálfri mér. Jáh, það var ekki lengra síðan en rétt áðan sem ég hló upphátt í bílnum mínum af eigin snilligáfu!

Ég var nefnilega að dobbla eurofólkið upp úr skónum. Þau eru örugglega öll valsandi um á blautum sokkaleistunum í sálarlausa steypuhúsinu sínu!

Þannig er nefnilega mál með vexti (á virkilega háum prósentum ef ég þekki þau rétt) að námslánin mín eru ekki enn komin í heimabanka. Þessvegna þurfti ég, fátæk námssnótin að fara og semja við vinalegan þjónustufulltrúa um að fá að borga þetta seinna í mánuðinum. Þar sem að ég hef nú lengi vel verið í skóla, þá veit ég hvernig þetta allt saman gengur fyrir sig. Þau vilja alltaf fá 10% innborgun áður en þau samþykkja að slá þessu öllu saman á frest og dráttarvexti. You scratch my back and I'll scratch yours. Only really hard and with knives dæmi.

Ég á engan pening. Ekki einn, krumpaðan rauðan! Til þess að redda þessu, þá fór ég og tók út af eurokortinu mínu 3500 kall í hraðbanka, brunaði til þeirra og rétti konunni svo seðlana með brosi á vör þegar hún bað um þá.

HAHAHAHHA! Ég borgaði þeim verndarskattinn með peningum úr þeirra eigin gullkistu.. Mér líður eins og Hróa Hetti.

Hafðu þetta Euro! HAFÐU ÞETTA!
Mikið getur verið gaman og fallegt að keyra í snjónum þegar enginn annar bíll er á götunni en sá sem þú situr við stýrið á. Kannski að snjórinn hafi aldrei pirrað mig, heldur fólkið á bílunum sem eru alltaf að þvælast fyrir mér.

Vekjaraklukkan galaði upp í eyrað á mér kl. 5:20 í morgun, að minni beiðni. Ég kvaddi Elvu frænku, sem er núna á leiðinni út á flugvöll og þaðan aftur heim til Þýskalands. Ég keyrði svo upp í skóla til þess að gera desperate tilraun til þess að læra eitthvað. Er víst ekki ennþá byrjuð.
Ætli ég taki ekki "Dear god, if you can't make me thin, make my friends fat!" pólinn í hæðina og blóti ykkur öllum sem eigið ekki við geðræn vandamál sem tengjast prófum að stríða...

*tekur upp símaskránna til þess að blóta ykkur í stafrófsröð*
MUAHAHAHAHAHAHW! Ég bjó til ALVÖRU emotigoatse. Nú skal fólk vara sig á msn!!

3.1.05


Ég að læra fyrir próf sem ég á víst að mæta í kl. 9 á morgun..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
I'm Seymour!
I'm Pepe!
We're two of a kind
I'm a little bit forward..
and I've got a big behind
Hmm.. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að mig skortir augljóslega athyglisspan í að semja svona annál.
Ég SÖKKAÐI í þessu!

Ég hef líka komist að því að ég tala almennt meira um eitthvað bull heldur en hvað ég er að gera dagsdaglega.. Ég hyggst halda því áfram!
Ég bara... skil ekki aaaalveg
Þessi jól og áramót, var ég bara heima hjá minni famelíu og Einar heima hjá sinni.
Svona var þetta líka í fyrra.

Ég hreinlega fatta ekki pör sem detta ofan í rifrildi og málamiðlanir um hvar eigi að vera á hvaða degi til þess að geta eytt þessum tíma saman (í fýlu út í hvort annað? Við vorum heima hjá þínum foreldrum á aðfangadag! Við verðum sko heima hjá mínum um áramótin!).
Sjálf komumst við að þeirri niðurstöðu að það væri engin þörf á að endurskoða þetta fyrr en það væru komin börn í spilið og við munum halda okkar eigin jól á okkar eigin heimili.

Af hverju þarf að eyða þessum tíma saman. AF HVERJU?? Anyone?
Ég hef haldið mín jól með ákveðnum hætti, síðustu 24 árin (já, auðvitað líka áður en ég varð 1 árs sko) og mig langar að halda í það eins lengi og ég get.
Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að mér þyki eitthvað minna vænt um minn heldur en pakkið sem getur ekki sleppt hendinni af hvoru öðru.
Annáll 2004
Verð ég ekki að detta ofan í meðalmennskuna og skrifa hvað gerðist hjá mér árið 2004?
//Verður metnaðarlausara eftir mánuðnum...

Janúar
Árið byrjaði með þvílíkri þynnku að annað eins hefur ekki þekkst, sést eða heyrst síðan eftir samræmdu. Þar sem að ég er drottningin og þar af leiðandi eins nálægt því að vera fullkomin og er konunni kvenlega mögulegt, get ég talið á fingrum annarar handar hversu oft ég hef orðið þunn eftir stredderí. Það er víst ekkert góður endir á gubbupest að skella sér út á lífið þangað til að þú ert nærri dauða um kl. 9 morguninn eftir.
Þar sem að konunglega hirðin hefur löngum öfundað mig á þessum eiginleika var enga vorkunn (Sæunn, Gefjunn, Ljótunn, tvíhöfða risi.. allt með 2 ennum!) hjá þeim að finna.

Iceland Express sá þó aumur á mér og gaf mér eins og tvo miða til Köben fyrir mig og minn. Við skrópuðum í skólanum og skelltum okkur þangað í 5 daga, með stuttri heimsókn í Svíþjóð (þar sem allir eru dökkhærðir og tala arabísku).
Í Danmörkinni fór ég á fyrstu "alvöru" tónleika ársins með Dream Theater. Keyptu mig alveg þessir gaurar! Ég heimsótti líka DTU, sem verður vonandi skólinn minn næsta haust. Fólkið sem vann þar fékk reyndar ekkert mörg prik.

Ég auglýsti bankabók með 10.000 kalli inni á sér týnda. Það átti víst að vera 3ja mánaða process, en núna ári seinna, hef ég ekki enn fengið peninginn. Ég held að ég eigi heimtingu á einhverjum hluta af dönskum banka, þar sem mínir fjármunir hafa augljóslega verið notaðir til þess að versla hann!

Seint í janúar gerðist svo það besta sem kom fyrir mig á öllu árinu! Ég tæmdi sparigrísinn og verslaði drottningadyngjuna fyrir marga rauða og fjólubláa. Þetta er stæðsti og besti skeiðvöllur sem ég hef nokkurn tímann átt og hann var hverrar krónu virði. Ég get snúið hvernig sem mér dettur í hug í flugmóðurskipinu!

Febrúar
Þórir Már bauð mér, ásamt tveimur úr bænarí veldinu (Einari og Palla) í stjörnuskoðun í fimbulkulda. Ég hef aldrei fengið að skoða svona lengi og svona mikið í alvöru stjörnukíki og mér fannst þetta virkilega gaman. Ég komst að því að Wallace og Gromit væri ekki nákvæm vísindi og tunglið væri ekkert gert úr osti. Ég er ennþá að spá í að leggja þetta meira fyrir mig þegar ég eignast tíma.

Ég keypti drekatréð (óx aldrei dreki á það. Ömurlegt) og gúmmítréð (fórn fyrir Albert kóalabjörn), fyrstu blómin sem ég hef átt í mörg ár. Þau lifðu í næstum því 8 mánuði! Persónulegt met. Ég hefði reyndar geta sýnt þeim betri virðingu en það að hafa líkin í gluggakistunni fram undir desember og það þykir mér leitt.

o/
/|
/ >
Út fyrir endimörk alheimsins..

Ég kláraði The Quest for the Crown

Ég lenti í því í fyrsta sinn á æfi minni að þurfa kaupa klósettpappír. Ég fer ekki frekar út í það hérna, en það var mikil lífsreynsla.

Ég ákvað að hætta við að verða vampíra þegar ég verð stór... eh.. eldri og stefna í staðinn á að verða sjóræningi.


emotigoatse:
/ - { } -
Mars
Namm.. mars er gott.

Ég byrjaði í salsa tímum og dansaði frá mér allt vit með crypto-Loga á hverjum föstudegi í 12 vikur. Ég get svo sem ekki sagt að þeir hafi skilið mikið eftir sig, en þetta var rosalega gaman á meðan að á þessu stóð og ég er örugglega jafnvel enn þokkafyllri eftir þetta *hóst*.

Ekkert annað merkilegt í mars. Váh.

Apríl
Chicken faijita kom aftur á Subway.
Verzló vann gettu betur

Roses are red,
Violets are blue,
All my base,
are beloning to you

Eignaðist flösku af absinth sem ég hef ekki enn opnað. Ég hef heyrt að þú verðir ruglaður eins og homblest kex á því að drekka þennan fjanda, svo það þarf varla að taka það fram að ég get ekki beðið!

Ég byrjaði á líkami fyrir lífið prógramminu. Það var það næst besta sem ég gerði á árinu eftir að kaupa bælið. Ætli ég hafi ekki gellast um svona eins og 50% síðan. Ég er ógeðslega stolt af mér fyrir að hafa svona mikinn sjálfsaga og ég get ekki beðið eftir því að taka 3ðja settið af 12 vikum núna 9.jan næstkomandi. Þá loksins munu verða brotnar hnetur á milli rasskinna!

Maí
Fór til Danmerkur á fund. Fyrsta svona vinnuferðin mín til útlanda. Mér leið eins og ég væri rosalega pro og fullorðin. Það var skrítið. Það var líka skrítið að fljúga til Danmerkur bara til þess að gista í eina nótt. Fékk flugþreytu í fyrsta skiptið á æfi minni.

Elsku síminn minn, hann Steinar (sem hafði gefið sig út fyrir að vera högg og vatnsþolinn, en aldrei að innviði hans gæti lifað lengur en í ár), dó og í staðinn keypti ég elsku Ottó, sem náðar ykkur nú reglulega með mms myndum!

Ég póstaði fyrsta comicinu mínu. Ég á eftir að pósta fleirum áður en yfir líkur ;o)

Júní
Fór á fyrsta símafundinn minn við fólk í 3 mismunandi löndum í einu. Það er skrítið að tala útlensku við apparat á borðinu. Ég fraus algjörlega og gat ekkert sagt það sem ég var að gera á ensku. Úff. Svo sem ekki við meira af mér að búast, þar sem ég er að læra að vera einhverfur tölvunarfræðingur.

Komst að því að mikilvægasti dagur mannkynssögunnar væri dagurinn sem ég fæddist. Eðlilega. Hefði ég aldrei fæðst, hefði ég aldrei geta fræðst um hina atburðina.

Smakkaði aloe vera drykkjarjógúrt í fyrsta og síðasta skipti, enda legg ég ekki í vana minn að borða stofuplöntur. Mér fannst eins og ég væri að halda framhjá drekatrénu og gúmmítrénu.

Setti sjálf upp microsoft spegil í herbergið mitt. Mér er margt til lista lagt!

Komst að því að ég get gert geðveikt stóra munnvatnskúlu. Frábært að læra svona nýja hluti um sig!
Fór berfætt, í hælaskóm í vinnuna í fyrsta sinn á æfi minni. Kom í ljós að að ég er með flottar musur. Who knew!? Fannst það næstum betri uppgvötvun er munnvatnskúlan!

Ég hætti að drekka í 2 mánuði af því að áfengi er fitandi. Það var ekkert mál. Saknaði mest að geta ekki drukkið rauðvín á videokvöldum okkar hjúskatanna.

Komst að því að Múfasa hefði örugglega étið Bamba hefði hann haft tækifæri til þess..

Júlí
Þetta var velmegunar mánuðrinn. Ég fór í dekur, út borða, keypti mér föt, fór á listasöfn og á tónleika (Placebo, Pixies og Korn. Minnir að allt hafi verið í þessum mánuði), fór í twister og í menningaferð til Akureyrar,
Sleppti mér í myndum af hollum mat sem ég borðaði (enda sérstaklega girnilegur oft á tíðum sko!)

Ágúst
Fór í þriðja sinn til Danmerkur á þessu ári. Það var æðislegt. Sá kettling í lest, dýr í dýragarði, hljóðfærasafnið, verslaði mig næstum til dauða (20.0 kg. I'm gooood), keypti m.a. skó til að vera eins og Einar og margt fleirra! Ég slappa einhvern veginn svo mikið af þarna úti. Það er svo sem ágætt ef ég á að búa í þessari íbúð í eins og 2 ár.

Roleplay grúppan okkar stækkaði um 3, sem mæta hvort eð er aldrei :oÞ
Stofnaði töffaramyndabíóklúbb en gleymdi honum svo.

Byrjaði í ógeðslegasta kúrsi skólaferilsins, stærðfræðilegri greiningu. Ætli það verði ekki líka að minnast á leiðinlega atburði! ;o)

September
Það kom haust. Það var leiðinlegt.
Hárgreiðslukonan snoðaði af mér allt hárið. Ég er að safna því aftur núna *sakn* Líður eins og hálfri konu.
Við kagglinn byrjuðum í karate. Það er rosalega gaman. Það er langt síðan ég hef haft eitthvað nýtt til að læra í íþróttum og sjá mér fara fram.

Merkilegt hvað það gerist lítið skemmtilegt á haustin..

Október
Tók í fyrsta skipti eftir því hvað ég er með vinalegt hné!
Opnaði Health. Nýjar upplýsingar koma með nýju 12 vikna setti, sem hefst þann 9. janúar.
Ég átti 23ja ára afmæli. Það er ekkert merkilegt við að verða 23ja... nema pakkarnir auðvitað!
Póstaði bicep

Nóvember
Mús Lee mánuðurinn!
Mutton og Sally náðu saman.
Snjór, kuldi, deadlines, lokapróf, almennt ömurlegur mánuður alltaf hreint. Náði að vísu stærðfræðigreiningu og fer aldrei aftur í þennan viðbjóð!

Desember
Fékk gult belti í karateinu. Gulur er fallegur litur.
Gleði, chill, rólegt, en skemmtilegt 3ja vikna námskeið, jólaskraut.
Jólasveinarnir snéru aftur og gáfu mér í skóinn. Eh.. jólasokkinn á hurðahúninum. Ég fékk alskonar fínt og skemmtilegt. Hafði saknað þeirra síðustu 2 árin!
Mér var boðin vinna í vísindaferð sem hefur ekki gerst áður. Mér var líka boðin vinna í ræktinni. Það hefur heldur ekki gerst áður!

Tók sækóklínerinn fyrir jólin og skreytti svo aldeilis fanatískt.
Gaf margar jólagjafir og fékk margar í staðinn. Ættingjar voru almennt mjög ánægðir með jólaföndrið í ár :o)
Áramót og.. tja.. here we are!

2.1.05

Áramótaheitið mitt er að breytast ekkert.. Ég er svo helvíti sátt við mig eins og ég er eitthvað.

1.1.05

Ekki stoðar að gráta minnkandi barm
Jæja, það hlaut að koma að því. Ég hef nýtt ár í brjóstahaldara sem hefur "34B" skrifað á miðann sinn. 36C hverfur með gamla árinu og flugeldunum.

Á sama tíma og ég kveð kæra félaga úr nærfataskúffunni, heilsa ég aftur gömlum og góðum sem ég þekkti betur þegar aldurinn minn endaði á "tán" og "tján".

Vitiði hvað? Mér er alveg sama. Ég er fabúlöss! Allt svo helvíti stinnt og flott, svo ég tala nú ekki um lækkunina frá 36 niður í 34! Betra að vera með flottar B skálar en feitar C skálar!
Það er heldur aaaalls ekkert slæmt ef ég er að fara að nálgast bodið sem ég átti þegar ég var 16-17 ára.

Æi já. Best að rífa sig upp úr sjálfhverfum brjóstaskálapælingum og segja:

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir lesturinn og kommentin á því gamla ;o)
Finnst engum öðrum en mér að "2005" hljómi eins og eitthvað úr vísindaskáldsögu..?