31.12.04

Ég veit eiginlega ekki alveg hvað Dido er að pæla. Þekkir hún mig ekki? Veit hún ekki hvað ég er með sjúkan, sjúkan huga? Af hverju valdi hún þetta nafn? Auðvitað misles ég þetta í hvert skipti! AUÐVITAÐ!
Ég á kassa af búsi og fjórar, litlar rauðvín, nýjan, hroðalega skimpy, rauðan kjól og áramótahatt, en allt stefnir í að ég verði bara heima í kvöld.
Eins og Einar segir; I've got tissues (reyndar segir hann venjulega "you've got tissues", en það á ekki alveg við hér sko). :o)
Það er svo sem alveg fullt í boði. Það er ekki málið. Ég bara nenni einhvern veginn niður í bæ, á smekkfulla skemmtistaði. Ég nenni ekki í partý, fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt. Ég nenni ekki að ráfa um, léttklædd, í hælum með áramótahatt úti í einhverjum hríðarbil eða að skjálfa eins og hjálpartæki ástarlífsins á meðan ég stend í röð og bíð eftir leigara.
Einhvern veginn langar mig samt að gera eitthvað. Þetta eitthvað virðist bara ekki vera í boði :oÞ Núna væri mest til í rauðvín, osta, vínber og actionary með strákunum mínum og.. tja.. stelpunni minni (hún er úti í útlöndum og strákunum mínum verður stráð út um allan bæ í mismunandi partý og böll).
Ég hugsa að þetta sé merki um að ég sé orðin gömul.
Ég vissi að eitthvað væri að í gær, þegar að stelpan í ríkinu spurði mig ekki um skilríki.

Reyndar er allt ekkert ómöuglegt. Á morgun er mér boðið í murderhunt, þar sem að ég mun breytast á undraverðan hátt yfir í tálkvendið, hana Töru Misu, sem er ein hinna grunuðu í morðmáli Pepe Roni, ítalsks veitingarstaðaeiganda í New York.

"Tara is Rocco's vivacious young fiancée. She was just an upstairs maid in Rocco's villa until she swept him off his feet. Now Tara keeps a smile on his face and a firm grip on Rocco's assets.

Costume suggestion: Tara is dressed to kill. She knows the effect she has on men and flaunts her charms shamelessly"

Svo sem skref upp á við frá maddömmunni sem ég var í síðasta morðmáli! Hmm. Ég er alltaf flyðran!

30.12.04


Mynd á nýja kjólnum mínum og allskonar drasli i kring. Ég hafði víst rétt fyrir mér. Tiny kjóll var ódýr (1900 kall). Þau splæstu ekki einu sinni heilu baki á hann.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Ég finn hjá mér gríðarlega mikla þörf til þess að kaupa áramótaföt handa mér fyrir peninga sem ég á ekki til. Spurning um hvort ég fjárfesti bara ekki í einhverju rosalega efnislitlu. Það hlýtur að vera ódýrara.

29.12.04

Raunveruleikasjónvarp
Ég: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1118244
Hann: Ég er að segja þér það, að fanatískir gæludýraeigendur eru sjúkasta fólk í heimi.
Ég: haha.. I KNOW
Hann: Hvað næst, A queer bet for the straight pet
Ég: A queer cat for the straight pet? Eða bara queer pets for the straight cats. Samkynhneigð gæludýr taka ketti í gegn
Hann: Eða.. EÐA... bachelorpet
Ég: hahah. EÐA!! survivor! HAHAHAHAHAHAH
Fuck you Stöð 2!
Ég veit ekki alveg hvort að ég sé að vera viðkvæm og taka þetta of nærri mér.
Málið er sem sagt þetta:
Ég geri mér fyllilega grein fyrir því hversu hroðalegar náttúruhamfarirnar í Asíu voru. Ég á ekkert erfitt með að setja 80.000 manns í samhengi. Ég vil að sjálfsögðu að það séu sagðar fréttir af þessu í fjölmiðlum okkar.

Mér hins vegar virkilega blöskraði þegar ég horfði á fréttirnar á Stöð 2 yfir matnum. Fyrst var sýnd upptaka af því þegar flóðbylgjan skall á fólk sem líklega drukknaði skömmu seinna. Því næst var sýnd gervihnattamynd sem sýndi fullt af líkum innan um spýtur og brak.

Nú á ég ekkert erfitt með að horfa á hrottaleg atriði í bíómyndum, en þegar um er að ræða alvöru fólk þá er skórinn á krummafæti.

Þessar myndir hjálpuðu mér ekki á nokkurn hátt að skilja betur hvað hefði gerst eða hversu hræðilegt þetta allt saman væri. Eini tilgangurinn sem ég sé með þessu er að sjokka.

...makes me sad
Stundum velti ég því fyrir mér hvers vegna ég gef ekki bara skít í þetta allt saman og held jólin 24. janúar. Jólamatur, jólaföt, jólaskraut og jólagjafir, allt saman á 70-90% afslætti á neyslufylleríisútsölunum og hægt er að pikka bara laglegasta jólatréð upp fyrir utan húsin í götunni sinni.

Daginn er svo sem ennþá að lengja þegar þarna kemur við sögu. Það er kannski svolítið síðan að lengsti dagur ársins kvaddi, en ég sé ekki að það ætti að skipta miklu máli. Ef það á að blanda blessuðu Jésubarninu inn í þetta allt saman, þá fæddist hann ekkert í desember hvort eð er. Hver hefur séð lömb sprangandi um í haganum í desember?
Ég er meira að segja nokkuð viss um að það væru meiri líkur á hvítum jólum.

Hmm.. Kannski hljóma ég "cheap". Fyrir okkur námsmennina, sem lifum eingöngu á góðmennsku ættingja og lánum frá LÍN, lengst undir fátæktarmörkum, er þetta þó ansi girnilegur kostur.
Light travels faster than sound.
*pása*
This is why some people appear bright until you hear them speak.

Ég er svo sterk að ég get haldið á heilum kassa af áfengi með einni hendi! Wraaar! Hehe.. Það voru semsagt bara 12 flöskur í kassanum, en eins og þið sjáið, þá brosi ég samt breitt. Atvr.is sagði mér nefnilega að markaðsvirði búsins séu heilar 3984 kr! Vúhú!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

28.12.04

Alveg gæti ég ælt á fólk sem kallar börnin sín prinsa eða prinsessur.
Stundum finnst mér magnað að ég hafi ekki fengið anorexíu sem krakki. Ég fattaði í rauninni ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég hafi átt það á hættu.

Þegar ég var lítil og voðalega mikið í fimleikum (24 klst á viku), predikaði þjálfarinn yfir hausamótunum á okkur að sumar okkar væru alltof feitar. Hún meira að segja viktaði okkur reglulega til þess að athuga hvort að einhver væri að þyngjast óeðlilega mikið.

Á þessum tíma var ég léttust í bekknum mínum. Ég man það vegna þess að strákarnir sem léku atriði úr kardimomubænum á bekkjarkvöldinu okkar báðu mig um að leika Soffíu frænku, því að það væri svo auðvelt að halda á mér.
Þrátt fyrir það, þá hætti ég, eftir tilskipun þjálfarans, að drekka nýmjólk vegna þess að hún var fitandi.
Classy
Klassaverðlaun gærdagsins hlýtur stúlkan sem loggaði sig inn á msnið hjá kærastanum sínum (einu sinni enn) og breytti display nafninu hans í "Hans nafn & Hennar nafn" þegar ég gerði mig líklega til þess að tala við hann, svona til þess að undirstrika að hann sé ekki maður einsamall. Sérstaklega kúl.
Ég er eiginlega hrædd við að segja þetta. Viddi á eftir að ræna reiða múgnum og senda hann á eftir mér með sérstaklega oddkvassar heykvíslar og endingadrjúga áramótakyndla ef hann les þetta.

En.. öh.. allavega. Ég missti rúmlega 1 kg yfir hátíðarnar. Ekki búin að kíkja á fitumæligræjuna, en málbandið er sammála þessum úrskurði.

Þá veit ég það. Ef ég lendi einhverntímann á svona vegg aftur, þá ét ég bara rosalega mikið af mat, smákökum og nammi!
Hvenær verður fólk fjölskylda?

27.12.04

Váh... Ég gerði svolítið sem ég geri yfirleitt bara ekki. Sendi sms í svona leik
Allavega... Ég vann einn af þessum 20 kössum af sex on the beach. Vúhú. Eða.. Damn. Kemur í ljós ;o) Kemur allavega til mín einhver karlmaður á morgun með þetta!
Stundum er ég næstum því viss um að speglar séu gluggar inn í samhliða vídd. Þetta er ekki í alvörunni ég í speglinum. Hún er örvhent.

Skilaboð frá reiknivélinni minni..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Ég lýsi hér með því eina tímabili ársins þar sem að tónlistarsmekkur minn verður eh.. questionable lokið! Áðan, á leiðinni upp í skóla, heyrði ég Ragga Bjarna syngja Skítamóralslagið "Ertu þá farinn". Þegar svona lög eru byrjuð að slæðast með jólalögunum er þetta bara ekki þess virði lengur.

Svona.. í öðrum fréttum, þá á ég það til að fá óreglulegan hjartslátt (erfi þetta frá mömmu). Þetta gerist að vísu ekkert rosalega oft (kannski 2x á ári. Oftast þegar ég að hreyfa mig eitthvað), en þegar þetta á sér stað þá verð ég eiginlega bara að leggjast niður þangað til þetta er búið vegna þess að mig svimar svo.
Í morgun, þegar ég var í loftinu (á hlaupabrettinu) kom þetta fyrir og ég var með púlsmælinn á mér. Ég datt úr 188 slögum niður í 140 og hélst bara niðri. Ég hef sem sagt komist að því að þessi óreglulegi hjartsláttur er alls ekkert óreglulegur. Hann bara dúmpar sig niður minnkar þar af leiðandi blóðflæðið sem orsakar svima. Afar áhugavert.
Þessi uppgvötvun er eins og þegar ég veit ástæðuna fyrir því að umferðin hreyfist ekkert áfram. Hjálpar mér ekki shift! :oÞ

26.12.04

Af hverju heita þetta fæðingablettir ef kona fæðist ekki með þá? Þetta er eiginlega bara heimskulegt!

Frændi í jakkafötum..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Nú jæja. Ég skrapp að rækta mig í morgun í nýju skónum með nýja púlsmælirinn. Ég virðist hafa sloppið þónokkuð vel við alla jólafitu. Ég er allavega viss um að mjaðmirnar mínar eru þarna einhverstaðar allar lean og stinnar á göldrótta bandaríkjakvendinu sem tók mínar og lét mig fá sínar í staðin á meðan ég svaf. Ég er perulaga.
Blasted water weight goes straight to my hips!
Var hugsað til skólabróðurs míns þegar ég sá þetta

25.12.04

Þetta eru búin að vera góð jól með eindæmum, fyrir utan þá ákvörðun hjá mér að fjárfesta í nælonsokkabuxum. Ég var búin að gleyma því að þær eru með nýrnabaunum og vondu söbbvejmellunni.. í.. eh.. vonda liðinu!
Ef ég ætti tímavél, myndi ég nota hana til þess að finna misogynistic viðbjóðinn sem fann upp þessa guðsvoluðu flík og kenna honum eilífðarkapalinn. Þá hefði hann ekki tíma til þess að finna upp neitt lengur.
Já. Varið ykkur á heift Óskímon!
Reyndar myndi ég líka gera ýmislegt annað ef ég ætti tímavél, t.d. fara aftur í tímann og borða aftur jólamatinn í gær.
Fyndið annars með jólamatsklíkur. Hvað fólk borðar á aðfangadag er orðinn mælikvarði á persónugæði einstaklinga. Þegar ég fregni að einhver borðar hamborgarhrygg eins og hún ég, þá rym ég góðlátlega gef viðkomandi gullið prik í huglægu bókhaldi mínu. Ef ég rekst hins vegar á einhvern sem telur sér trú um að ræfilslegar rjúpur (sér í lagi ef fólk sýður fuglsgreyjin) séu góður matur eða hátíðlegur, fussa ég og sveija og tek viðkomandi af jólakortalistanum mínum (nei. Ég sendi að vísu ekki út nein jólakort, en ég GÆTI alveg sent þau, and you know I could!)

Ég er búin að háma í mig eins og ponsa sem leikur lausum hala í Nammilandi. Ekkert samviskubit. Hvað getur kona hvort eð er þyngst mikið á þrem dögum? Er þetta ekki meira jólakílóið heldur en jólakílóin?? Pfff.. Bring it on! Misst kíló yfir árið verða ennþá í andstæðu við hagkerfi Bandaríkjanna. Meira út en inn.

Hmm.. já. Annars fannst mér sérstaklega gaman áðan þegar við stórfjölskyldan létum renna í eins og tvo actionary. Þú veist ekki hvað mamma þín er mikill snillingur fyrr en þú sérð hana reyna að leika Njál á Bergþorshvoli eða sýndarveruleika...

24.12.04

Herre gud. Ég hef ekki fengið svona margar gjafir síðan ég var krakki. Vá. Ég á bestu fjölskyldu og vini í heimi! Foreldrarnir fóru sérstaklega overboard reyndar...

Mamma og pabbi:
- Geðveikt flottar græjur //þið vitið.. þessar sem spila geilsadiska. Fermingagræjurnar mínar gáfu upp Andrés Önd fyrr á árinu
- 2 sængur með 100% gæsadún //Eins og þið munið láku hinar fuglum
- Púlsmælir //Gaf sjálf Palla svona og lét mikið af hvað þetta væri kúl gjöf
- Ótrúlega flottir Nike hlaupaskór //Ég hef aldrei átt svona flotta hlaupaskó
- Penni og skrúfblýantur með nafninu mínu á
- Fleeze teppi

Elsku Einar
Ég hélt fyrst að hann hefði gefið mér blóðþrýstingsmæli og hárþurrku og hefði þar að leiðandi endanlega tapað sér. Ég hringdi í piltinn og spurði hann varlega út í gjafirnar og var að leita að leið til þess að segja honum að ég vildi skipta, þegar í ljós kom að ég væri plebbi sem opnaði ekki kassa, en ofan í þessum kössum leyndust alvöru gjafirnar..
- Sería 3 af Family Guy //Á 1. og 2. fyrir sko. *elsk*
- Citadels spil úr Nexus //Looks awsome!
- Vampire Storyteller's Screen //Nú get ég ráðið heiminum
- Vampire teningar //Vúhú
- Reglustika //Heheh.. skot á gömlu reglustikuna mína..

Vala, Halli og Andri Freyr
- Dove sett //You know me so well *knús*
- Mýksta trebba í heiminum

Hákon
- Töfrasproti með blikkljósi og galdri hljóðum //AWSOME!! Famelían mín var að galdra í lengri tíma

Palli
- Geðveikt fínan stein í keðju //Er róandi, eykur frið, þekkingu, visku, tengingu við andlegu sviðin, næmni, sannleiksþrá, bætir samskipti við aðra, kemur jafnvægi á karl- og kvenorku líkamans, dregur úr ótta, stillir hugan, er jarðbindandi. Váh!! Hæfileikaríkasti steinn í heimi!

Elva frænka
- Powerpuff girls handklæði //Híhíh.. þú þekkir mig líka vel!

Maggi og Dóra
- Angels and Demons //Vúhúúúú! Ég á til að lesa núna! Eina bókin sem ég fékk, þið redduðuð mér alveg

Tölvu-amma og afi
- Svoo fína peysu úr 100% silki //Þetta er í alvöru peysa sem ég hefði keypt sjálf hefði ég átt fullt, fullt af pening
- Sett með ilmvatni, body lotioni og sturtugeli //Namms

Amma og afi sykur
- Jólasveinaskeið úr silfri með gullhúð //Ótrúlega fínar. Þetta er 6. skeiðin sem ég eignast í þessari seríu. Verð að viðurkenna að fyrstu árin fannst mér þetta ekkert æðislegt, en núna er ég alveg seld!

Rúna og Donni ("tengdó")
- Sería 1 af Futurama //Váh! Hversu kúl geta tengdarforeldrar orðið?

Daði og Rúna //Bróðir og "mágkona"
- Dagatal með Ólamynd í hverjum mánuði //Fékk svona í fyrra líka. Mikið uppáhald
- Mynd af Ólasvein í ramma //Vúúúh.. Nýtt jólaskraut :oD

Óli guðsonur
- Fleeze húfa //Mmm hlý

Ösp frænka og Frikki kærastinn hennar
- Rosa fínt krem //Mjúkimjúki

Veiveivei.. Ég á svo mikið af nýju dóti. Veiveivei..
Gleðileg jól skellimúffurnar mínar..

(Nei, ég póstaði þetta ekki kl. 6:00.. stillti bara tímann þannig svo þetta væri meira ekta)
Á hvaða karmellusósu var fávitinn sem ákvað að Andrés Önd ætti að hljóma svona?? Voru neglur á krítartöflu ekki nógu prirrandi?

Jólatréð mitt!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Við vorum að koma frá heimsókn að leiðinu hjá langömmu og langafa. Svona var ég.. Í þykkum sokkabuxum, hlýju pilsi, ullarpeysu, úlpu, með húfu, trebba og vettlinga og í kuldastígvélum

Mamma: (í fullri alvöru) Ertu nógu vel klædd?

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Funniest joke ever told by a dog..

23.12.04

Vá.. Jólin eru bara alveg að koma [insert óviðeigandi, hvít gusa eins og í "strædó er að koma" brandaranum hjá radíus]. Í dag er messan hans Þorláks og framundan eru tveir, heilir ræktarlausir dagar auk viðbjóðslegrar óhollustu. Ég er strax byrjuð að sjá 2. janúar, sem markar byrjun næsta 12 vikna prógrams hjá mér, í hyllingum. *skvabbskvabb*

Annars hafði ég í gær ákveðið að hleypa skúrikonunni inn í herbergið mitt, aldrei þessu vant og leyfa henni þar að gera sitt versta. Ég var augljóslega með óráði eða hafði gleymt hvernig 8:30 er á bragðið...
"I don't like it. He can finger me!"
Finnst mér ekki hljóma eins mafíósalega og það á að hljóma í þessari Bond mynd..

22.12.04


Guðsonurinn fékk að leika lausum hala á fasteigninni minni. Þetta er eina myndin sem ég náði þar sem að Ólasveinninn var ekki hreifður.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Elva frænka mín, sem verður hjá okkur um jólin, sefur í næsta herbergi. Flugvélin hennar kom í nótt, svo ég kann ekki við að byrja á sækóklíner tilburðum alveg strax. Það er örugglega ekki gott fyrir heilsuna að vakna við slík óhljóð.

Annars gleymdi jólasveinninn mér í morgun. Mamma hringdi í mig og minntist eitthvað á það. Ég undraði mig á því hvers vegna hún vissi svona mikið um málið, en svo virðist vera að foreldrar mínir og jólasveinarnir þekkist ágætlega. Þau eiga það líka sameiginlegt að vera miklu eldri en ég. Kannski ég ætti að skoða vinahópinn þeirra aðeins betur, næst þegar hann kemur í heimsókn og ímynda mér hvernig karlarnir myndu líta út með jólasveinahúfu og alskegg...

21.12.04

Ég er búin að taka allt draslið mitt úr skúffum og skápum og setja á rúmið. Virtist vera góð hugmynd at the time. Ég á svo mikið af drasli að nú er ekki lengur pláss fyrir bæði það og mig á flugmóðurskipinu.
Í kvíðakasti hringdi ég í Hr.Mon og grátbað um gistingu (ætlaði að segja hýsingu. Þá hefði ég verið heimasíða..). Elsku strákurinn tók bara vel í það og lofaði mér að auki DVD glápi, rauðvínsdrykkju og nýju, hvítu súkkulaði (rauðvín og hvítt súkkulaði passa saman eins og... ristað brauð og ostur) þrátt fyrir að koddinn minn hafi fiðrað alla íbúðina hans þegar hann gerði tilraun til þess að skipta á honum.
Ah.. life is good!

Dread was as foreign to her as the landscape ahead!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Ofur-Ósk pshyco cleaner
Þá er kominn sá tími sem ég kvíði fyrir á hverju ári;
Hin árlega jólahreingerning!
Það er ekkert við því að gera annað en að henda tagli í hárið, fara í föt sem almennt fá ekki að heiðra líkama minn nema í ræktinni, grípa 2 svarta ruslapoka í aðra hendi og vasaljós í hina, stilla fanatísk jólalög inn á FMið, þjófstarta þvottavélinni og draga djúpt síðasta andann fyrir næstu klukkustundirnar.

I'm going in!

20.12.04

Skrambinn hafi það! Getið þið ekki passað upp á neitt?
Ég rétt fer út úr bænum og á meðan, þá skreppur fyrst Örævajökull og svo landið allt! Það er eins gott að ég var ekki lengur.. hver veit hvað hefði minnkað þá..

Flotti jólabakgrunnurinn minn

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Mér var boðið í svo mikið um helgina að ég panikkaði og fór upp í sumargústaf...

17.12.04

Ég held að ég eigi aldrei eftir að nenna að horfa á box aftur. Við kíktum á video kvöld uppi í Þórshamri eftir æfingu í gær, þar sem horft var á Pride. There is no going back!

16.12.04

Ég fór í fyrsta munnlega prófið í mínu háskólanámi og það á ensku. Fékk 8.5 og er ekkert sérstaklega sátt. Hefði viljað fá 9 eða yfir.
I've got issues :o)

14.12.04

Ég vorkenni ykkur smá að eiga ekki bestu mömmu í heimi eins og ég :o)
Mismunun!
...af hverju er ekki til tímabil þar sem drullug dýr teljast hátíðleg?
- Um atriðið á ströndinni í karate kid og ástæðan fyrir því að ég var ásökuð um að vera sjúkasta manneskja sem Einar þekkir.
Ég: Já, þetta hefði geta endað illa..
Hann: Eða vel ef þú villt ekki að hann fjölgi sér
Ég: Svo hefði hann líka geta dottið öðruvísi og þá hefði hann ekki verið hreinn sveinn lengur....
Alltaf gaman að mæta kl.9 þegar þú átt að mæta kl. 10.. og.. og... haldiði kjafti!

13.12.04

Það er gat á dúnsænginni minni. Nú lítur rúmið mitt út eins og ég geri sjúka, sjúka hluti með fuglum!
Um daginn gaf half-orcið mitt (2 lvl) rottu með 6 hitpunkta, 57 í skaða í einu höggi. Venjulega þegar Cronck drepur fast, segir Palli eitthvað eins og hausinn hafi flogið af andstæðingnum eða að öxin hafi klofið líkama hans í tvennt... En þarna voru engin orð til þess að lýsa því hvernig rottan leit út eftir aðfarirnar.
Ég spjallaði um þetta við bróður minn stuttu seinna og hann kom með þá tillögu að Cronck hafi drepið rottuna, leitað á henni og fundið skilríki, flett henni upp í þjóðskránni, farið svo heim til hennar og lumbrað líka á þeim rottum sem fundust þar.

Einhverjar aðrar hugmyndir?
Gafst upp á rúmlega 2ja ára imood hundsi... Fallin ;o)
Frekar nálægt litnum sem ég fékk í fyrra.. Kona breytist víst ekkert svo mikið á einu ári..

you are deeppink
#FF1493

Your dominant hues are red and magenta. You love doing your own thing and going on your own adventures, but there are close friends you know you just can't leave behind. You can influence others on days when you're patient, but most times you just want to go out, have fun, and do your own thing.

Your saturation level is high - you get into life and have a strong personality. Everyone you meet will either love you or hate you - either way, your goal is to get them to change the world with you. You are very hard working and don't have much patience for people without your initiative.

Your outlook on life is very bright. You are sunny and optimistic about life and others find it very encouraging, but remember to tone it down if you sense irritation.
the spacefem.com html color quiz
Ég held ég sé með geðveikt hátt í charisma!
Þegar ég var ponsa vildi ókunnugt búðarfólk gefa mér nammi (don't take candy from strangers) eða bakaríisbakkelsi (en þeir sögðu ekkert um kókoskúlur). Núna er mér hins vegar boðin vinna hvert sem ég fer. Tja.. allavega í vísindaferðum og í ræktinni (þegar ég er sveitt og þegar ég er drukkin. Nokkuð magnað!)
Spurning um að halda áfram að vera dugleg að sprikla. Samkvæmt einhverri rannsókn, þá hækka laun háskólamenntaðra (bachelor degree) og lítilega búttaðra kvenna, hlutfallslega jafn mikið við að missa þessi 5 auka kíló og við að fá masterspróf. Væri ekki ónýtt að vera með þannig laun í sumar í einhverri af þessum vinnum sem allir eru að bjóða mér! Svo get ég fitnað aftur eftir að hafa nælt mér í gráðuna. Híhíhí..

Giljagaur gaf mér svona flotta jóla-styttu! Ég held ég sé aftur komin á jólasveinalistann! Veeei!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

12.12.04

Ég vona að það geri mig ekki að vondri manneskju...
....en mér finnst þetta vera ógeðslega fyndið!
Orðtak dagsins...
Follow your dreams, except the one where you're at school in your underwear.
Þau ykkar sem hafa heimsótt vefkonungsríki mitt í einhvern tíma, munið eftir því hversu eyðilögð ég var þegar ég hætti skyndilega að fá í skóinn á 21. aldursári. Í fyrra sá ég jólaveinana svo niðri í bæ, vappandi um og hlægjandi stórkallalega eins og ekkert hafi í skorist. Ég varð eðlilega bitur og sár og skrifaði reiðilegt pósk í tilefni þessa! Ég er ekki frá því að jólasveinarnir heimsæki heimasíðuna mína, vegna þess að í nótt, þá kom Stekkjastaur og skildi eftir litla gjöf í jólasokknum á hurðahúninum!

We're back in business!!!

11.12.04

9.12.04

Gagnkvæmur skilningur
Ég: Veistu hvað.. Ég tók til. Kinda.. Ég hrinti öllu draslinu af rúminu mínu og niður á gólf..
Hann: Hehehehehe
Step 1: Push all the stuff to the floor.
Step 2: ...
Step 3: Profit!

8.12.04

Híhí.. Ótrúlega sætar, litlu stelpurnar sem voru að syngja Snæfinn snjókarl í Íslandi í Dag. Þessi stærri er með þvílíka sviðsframkomu líka. Awww... :o) Jól!

Palli goatse-aður! Oskimon 1337 h4x0r strickes again!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

7.12.04

Váh.. þessar barnatennur eru ekkert að virka.. Ég er orðin svo fullorðin að mér finnst allir strákarnir í herra Ísland vera pínuponsur!
Mér finnst svo fyndið þegar konur segja eitthvað eins og: Ef ég myndi grennast, þá myndu brjóstin á mér minnka og kallinn yrði ekkert sáttur við það!

Tja.. Það er samt örugglega hughreystandi að hafa eitthvað til þess að viðhalda eigin sjálfsblekkingu :o)
Hmm... það er reyndar eitt kætandi við að lesa blöð frá 1998 og 1999 á biðstofum... Það er þegar þú sérð strákana í Oz lýst sem björtustu voninni..

hahahah

6.12.04

Tók mynd til þess að sýna Völu barnatennurnar mínar. Deili þessu bara með ykkur líka. Ég er sem sagt með 2 barnatennur, sitthvoru megin við augntennurnar (hringur utan um aðra þarna á myndinni. Takið líka eftir því að ég er ekki með neinar viðgerðir *montmont*). Það eru engar fullorðinstennur undir. Ég verð alltaf 2 tönnum frá því að verða fullorðin..

Hint um að nú sé kominn tími til að afþýða frystihólfið..
Ég keypti frosið grænmeti og fékk svo kvíðakast yfir því að þurfa að troða því inn í frystirinn.

Mér áskotnaðist þessi jólahundur vegna þrautargöngu minnar fyrr í dag og sökum þess hversu vel ég er lofuð! Hann heitir Klemenz.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Fór í skvísuskoðun (eftir 40 mínútna bið fram yfir tímann á biðstofunni) og ég er ekkert lítið violated (ef ykkur finnst það vera eitthvað persónulegra að segja frá því heldur en almennum læknisheimsóknum eruð þið friggin' hálfvitar).
Nógu andskoti finnst mér það ömurlegt að þurfa að borga um 5000 kr. fyrir að gamall kall stingi puttanum upp í skvísuna á mér (tvisar I might add), sem undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti að virka í hina áttina... en að helvítis kallinn strjúki mér upp eftir löppinni á meðan ég ligg þarna með allt glennt út í loftið? Það er of mikið fyrir minn smekk.

Oh wait! Lykkjufallið á sokkabuxunum var þegar hann lét mig sjálfa skutlast með krabbameinsstrokusýnið í umslagi til sýkladeildarinnar for testing, eftir að hann hafði látið mig gera allt paperwork fyrir sig!

Þessi maður fær sko ALDREI, ALDREI að kíkja aftur upp í nokkurt einasta gat á líkaman mínum.

ALDREI.

Mæli með því að enginn hringi í mig það sem eftir lifir dagsins. Ég er í frenzy.. geri ekki greinamun á vinum og óvinum..

Já.. og stelpur! Endilega gefið mér upp nafnið á ykkar lækni ef þið eruð sáttar. I need a new one.

5.12.04

Ömurlegt að það sé enginn á msn hjá mér þegar mig langar í sund. Kann ekkert á síma lengur. Pfff...
Í gær spilaði ég Magic: The gathering eftir laaaaanga pásu. Ég bjó mér meira að segja til nýjan, goblin - based stokk (rauður er flottasti liturinn. Svartur er OF evil. Ég reyndar hakkaði nokkrum hvítum þarna saman við for good measure). Ég var búin að gleyma hvað þetta var skemmtilegt..
Goblin spilin eru líka snilld:

Step 1. Find your cousin
Step 2. Get your cousin in the cannon
Step 3. Find another cousin.

What do you mean we're out of things to mealt? Give me your leg!

Throw rocks at 'em! Throw spears at 'em! Throw Furt at 'em!

Only when the anger passed did Varv realize he had burned down his home, destroyed his weapons, and killed his friend Furt

He is smart for a goblin. He can do two things. Hit and run.

What's got two arms, one wing, and no brain (goblin á svifdreka)
Það er lítil fluga inni hjá mér. Ég veit ekki hver andskotinn hún heldur að hún sé. Það eina góða við fimbulkalda veturinn hér á landi elda og ýsu, er að flugur hafa sig almennt hægar!
Hvernig á ég að lesa í þetta? Ný kynslóð ofur-flugna sem fljúga jafnt á vetri sem og sumri. Hyggjast þær taka yfir landið og svo heiminn í kjölfarið?
Ég bið lesendur um að hafa augun opin og byrgja sig upp af hárspreyji og kveikjurum. Hver veit hvenær bardaginn um landið mun hefjast!
Nú er aldeilis illt í efni. Á karate æfingunni í gær var verið að kenna okkur allskonar fantabrögð (sjálfsvarnardæmi) og svo virðist sem að nokkrir andstæðingar mínir hafi tekið þetta aðeins of alvarlega. Ég er með ljóta marbletti eftir að hafa verið haldið upp við vegg (átti reyndar bara að halda í gallann, en ég er samt alveg með fjólublá handaför á sitthvorum upphandleggnum.. eitt til tvö fyrir hvern putta) og svo er ég líka marin á hálsinum.
Það svo sem truflar mig ekkert að vera öll hálf fjólublá, en útlit og staðsetningar þessa marbletta eru alveg sérstaklega heimilisofbeldislegar.

Ég er ekki frá því að ég neyðist til þess að ganga í rúllukragapeysum næstu daga til þess að koma í veg fyrir að fullvaxnir karlmenn geri aðsúg að aumingja Einari (eða gefa honum the evil eye eins og þegar ég var að skipta um spurngið dekk á fjölförnum stað og hann horfði á. Stupid steríótýpanir... eins og ég geti ekki skipt um dekk á mínum eigin bíl! *görr*)

4.12.04


*söngl* ein, lítil jólaÓsk...

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Oprah er með 640 óléttar konur í áhorfendastúkunni. Hvað er hún að kalla yfir sig? Geta svona miklir hormónar verið á sama stað án þess að allt endi í rifrildi og grenji?
Kannski ég ætti að horfa á þáttinn og sjá hvort þetta verði blóðugt.
Við skruppum út á stredderí með karatefólkinu okkar í gær svona að tilefni þess að við værum komin með nýtt belti. Ég tek mig miklu betur út í gallanum með lituðu belti. Amazing what accessorizing can do for you ;o)

3.12.04

Jæja.. Ég fer víst í eina endurtekt. Ég er samt ekkert súr yfir því vegna þess að:
1) Það er í fagi sem er ekki leiðinlegt að læra fyrir
2) Ég átti ekki skilið að ná öllu á þessari önn
3) Að rétt skríða hefði tekið of stóran bita út úr aumingja meðaleinkunninni minni og núna get ég meira að segja hækkað hana ef ég er dugleg :o)

Hakuna matata..

2.12.04

Snillingurinn og stórvinur minn, hann Hákon á 32ja ára afmæli í dag :o) Óska honum innilega, innilega til hamingju!
I remember we were driving, driving in your car
The speed so fast I felt like I was drunk
City lights lay out before us
And your arm felt nice wrapped 'round my shoulder
And I had a feeling that I belonged
And I had a feeling I could be someone, be someone, be someone
Merkilegt hvað sumt fólk getur verið indælt :o) Fallegt.

1.12.04

Í hallargarðinum er eitt stórt grenitré. Á hverju ári um þetta leiti, tekur faðir minn sig til og þekur tréð með hvítum ljósaseríum (enda eiga jólaseríur að vera hvítar eða rauðar. Svona marglitar eru ekki málið). Það er rosalega flott. Það lítur næstum því út eins og tréð sé gert úr ljósi.

Nú er af sem áður var....

Eftir jólin eru seríurnar að miklu leiti dauðar og það þarf að verlsa nýjar í þeirra stað. Þetta árið urðu fyrir valinu einhverjar sem áttu að vera sérstaklega endingagóðar og höfðu nokkra extra fídusa. Ég giska á að utan á pakkanum hafi staðið eitthvað eins og að hægt sé að stylla þær þannig að það styrnir tignarlega á þær.
Jáneeeii. Raunin er að helvítis tréð er orðið flogaveikt. Allur hallargarðurinn blikkar eins og titty bar skilti í vegas og það er víst ekki með nokkru móti hægt að ná samningum við kvikyndið til að hætta þessu..
Kominn tími á árlega quizið sem hefur sannað það fyrir ykkur á 9.desmonber síðustu 2 árin að þið þekkið mig ekki (set það samt í dag svo ég muni eftir þessu)!

Fyndið að það sé alltaf hægt að nota sama prófið á hverju ári.. :o)
Núkva. Ég er eina síðan sem kemur upp þegar leitað er að ooooooojojojojoj
ÞAÐ ER KOMINN DESMONBER!!
Váh. Kúl. Þetta virkar bæði fyrir mon og fyrir mús! (Músaþemað á msn heldur áfram. Desmúsber)
Ég er hópur :oD Vei