28.12.04

Stundum finnst mér magnað að ég hafi ekki fengið anorexíu sem krakki. Ég fattaði í rauninni ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég hafi átt það á hættu.

Þegar ég var lítil og voðalega mikið í fimleikum (24 klst á viku), predikaði þjálfarinn yfir hausamótunum á okkur að sumar okkar væru alltof feitar. Hún meira að segja viktaði okkur reglulega til þess að athuga hvort að einhver væri að þyngjast óeðlilega mikið.

Á þessum tíma var ég léttust í bekknum mínum. Ég man það vegna þess að strákarnir sem léku atriði úr kardimomubænum á bekkjarkvöldinu okkar báðu mig um að leika Soffíu frænku, því að það væri svo auðvelt að halda á mér.
Þrátt fyrir það, þá hætti ég, eftir tilskipun þjálfarans, að drekka nýmjólk vegna þess að hún var fitandi.

Engin ummæli: