5.12.04

Nú er aldeilis illt í efni. Á karate æfingunni í gær var verið að kenna okkur allskonar fantabrögð (sjálfsvarnardæmi) og svo virðist sem að nokkrir andstæðingar mínir hafi tekið þetta aðeins of alvarlega. Ég er með ljóta marbletti eftir að hafa verið haldið upp við vegg (átti reyndar bara að halda í gallann, en ég er samt alveg með fjólublá handaför á sitthvorum upphandleggnum.. eitt til tvö fyrir hvern putta) og svo er ég líka marin á hálsinum.
Það svo sem truflar mig ekkert að vera öll hálf fjólublá, en útlit og staðsetningar þessa marbletta eru alveg sérstaklega heimilisofbeldislegar.

Ég er ekki frá því að ég neyðist til þess að ganga í rúllukragapeysum næstu daga til þess að koma í veg fyrir að fullvaxnir karlmenn geri aðsúg að aumingja Einari (eða gefa honum the evil eye eins og þegar ég var að skipta um spurngið dekk á fjölförnum stað og hann horfði á. Stupid steríótýpanir... eins og ég geti ekki skipt um dekk á mínum eigin bíl! *görr*)

Engin ummæli: