1.12.04

Í hallargarðinum er eitt stórt grenitré. Á hverju ári um þetta leiti, tekur faðir minn sig til og þekur tréð með hvítum ljósaseríum (enda eiga jólaseríur að vera hvítar eða rauðar. Svona marglitar eru ekki málið). Það er rosalega flott. Það lítur næstum því út eins og tréð sé gert úr ljósi.

Nú er af sem áður var....

Eftir jólin eru seríurnar að miklu leiti dauðar og það þarf að verlsa nýjar í þeirra stað. Þetta árið urðu fyrir valinu einhverjar sem áttu að vera sérstaklega endingagóðar og höfðu nokkra extra fídusa. Ég giska á að utan á pakkanum hafi staðið eitthvað eins og að hægt sé að stylla þær þannig að það styrnir tignarlega á þær.
Jáneeeii. Raunin er að helvítis tréð er orðið flogaveikt. Allur hallargarðurinn blikkar eins og titty bar skilti í vegas og það er víst ekki með nokkru móti hægt að ná samningum við kvikyndið til að hætta þessu..

Engin ummæli: