27.12.04

Ég lýsi hér með því eina tímabili ársins þar sem að tónlistarsmekkur minn verður eh.. questionable lokið! Áðan, á leiðinni upp í skóla, heyrði ég Ragga Bjarna syngja Skítamóralslagið "Ertu þá farinn". Þegar svona lög eru byrjuð að slæðast með jólalögunum er þetta bara ekki þess virði lengur.

Svona.. í öðrum fréttum, þá á ég það til að fá óreglulegan hjartslátt (erfi þetta frá mömmu). Þetta gerist að vísu ekkert rosalega oft (kannski 2x á ári. Oftast þegar ég að hreyfa mig eitthvað), en þegar þetta á sér stað þá verð ég eiginlega bara að leggjast niður þangað til þetta er búið vegna þess að mig svimar svo.
Í morgun, þegar ég var í loftinu (á hlaupabrettinu) kom þetta fyrir og ég var með púlsmælinn á mér. Ég datt úr 188 slögum niður í 140 og hélst bara niðri. Ég hef sem sagt komist að því að þessi óreglulegi hjartsláttur er alls ekkert óreglulegur. Hann bara dúmpar sig niður minnkar þar af leiðandi blóðflæðið sem orsakar svima. Afar áhugavert.
Þessi uppgvötvun er eins og þegar ég veit ástæðuna fyrir því að umferðin hreyfist ekkert áfram. Hjálpar mér ekki shift! :oÞ

Engin ummæli: