31.12.04

Ég á kassa af búsi og fjórar, litlar rauðvín, nýjan, hroðalega skimpy, rauðan kjól og áramótahatt, en allt stefnir í að ég verði bara heima í kvöld.
Eins og Einar segir; I've got tissues (reyndar segir hann venjulega "you've got tissues", en það á ekki alveg við hér sko). :o)
Það er svo sem alveg fullt í boði. Það er ekki málið. Ég bara nenni einhvern veginn niður í bæ, á smekkfulla skemmtistaði. Ég nenni ekki í partý, fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt. Ég nenni ekki að ráfa um, léttklædd, í hælum með áramótahatt úti í einhverjum hríðarbil eða að skjálfa eins og hjálpartæki ástarlífsins á meðan ég stend í röð og bíð eftir leigara.
Einhvern veginn langar mig samt að gera eitthvað. Þetta eitthvað virðist bara ekki vera í boði :oÞ Núna væri mest til í rauðvín, osta, vínber og actionary með strákunum mínum og.. tja.. stelpunni minni (hún er úti í útlöndum og strákunum mínum verður stráð út um allan bæ í mismunandi partý og böll).
Ég hugsa að þetta sé merki um að ég sé orðin gömul.
Ég vissi að eitthvað væri að í gær, þegar að stelpan í ríkinu spurði mig ekki um skilríki.

Reyndar er allt ekkert ómöuglegt. Á morgun er mér boðið í murderhunt, þar sem að ég mun breytast á undraverðan hátt yfir í tálkvendið, hana Töru Misu, sem er ein hinna grunuðu í morðmáli Pepe Roni, ítalsks veitingarstaðaeiganda í New York.

"Tara is Rocco's vivacious young fiancée. She was just an upstairs maid in Rocco's villa until she swept him off his feet. Now Tara keeps a smile on his face and a firm grip on Rocco's assets.

Costume suggestion: Tara is dressed to kill. She knows the effect she has on men and flaunts her charms shamelessly"

Svo sem skref upp á við frá maddömmunni sem ég var í síðasta morðmáli! Hmm. Ég er alltaf flyðran!

Engin ummæli: