28.12.04

Ég er eiginlega hrædd við að segja þetta. Viddi á eftir að ræna reiða múgnum og senda hann á eftir mér með sérstaklega oddkvassar heykvíslar og endingadrjúga áramótakyndla ef hann les þetta.

En.. öh.. allavega. Ég missti rúmlega 1 kg yfir hátíðarnar. Ekki búin að kíkja á fitumæligræjuna, en málbandið er sammála þessum úrskurði.

Þá veit ég það. Ef ég lendi einhverntímann á svona vegg aftur, þá ét ég bara rosalega mikið af mat, smákökum og nammi!

Engin ummæli: