21.12.04

Ég er búin að taka allt draslið mitt úr skúffum og skápum og setja á rúmið. Virtist vera góð hugmynd at the time. Ég á svo mikið af drasli að nú er ekki lengur pláss fyrir bæði það og mig á flugmóðurskipinu.
Í kvíðakasti hringdi ég í Hr.Mon og grátbað um gistingu (ætlaði að segja hýsingu. Þá hefði ég verið heimasíða..). Elsku strákurinn tók bara vel í það og lofaði mér að auki DVD glápi, rauðvínsdrykkju og nýju, hvítu súkkulaði (rauðvín og hvítt súkkulaði passa saman eins og... ristað brauð og ostur) þrátt fyrir að koddinn minn hafi fiðrað alla íbúðina hans þegar hann gerði tilraun til þess að skipta á honum.
Ah.. life is good!

Engin ummæli: