29.12.04

Fuck you Stöð 2!
Ég veit ekki alveg hvort að ég sé að vera viðkvæm og taka þetta of nærri mér.
Málið er sem sagt þetta:
Ég geri mér fyllilega grein fyrir því hversu hroðalegar náttúruhamfarirnar í Asíu voru. Ég á ekkert erfitt með að setja 80.000 manns í samhengi. Ég vil að sjálfsögðu að það séu sagðar fréttir af þessu í fjölmiðlum okkar.

Mér hins vegar virkilega blöskraði þegar ég horfði á fréttirnar á Stöð 2 yfir matnum. Fyrst var sýnd upptaka af því þegar flóðbylgjan skall á fólk sem líklega drukknaði skömmu seinna. Því næst var sýnd gervihnattamynd sem sýndi fullt af líkum innan um spýtur og brak.

Nú á ég ekkert erfitt með að horfa á hrottaleg atriði í bíómyndum, en þegar um er að ræða alvöru fólk þá er skórinn á krummafæti.

Þessar myndir hjálpuðu mér ekki á nokkurn hátt að skilja betur hvað hefði gerst eða hversu hræðilegt þetta allt saman væri. Eini tilgangurinn sem ég sé með þessu er að sjokka.

...makes me sad

Engin ummæli: