25.12.04

Þetta eru búin að vera góð jól með eindæmum, fyrir utan þá ákvörðun hjá mér að fjárfesta í nælonsokkabuxum. Ég var búin að gleyma því að þær eru með nýrnabaunum og vondu söbbvejmellunni.. í.. eh.. vonda liðinu!
Ef ég ætti tímavél, myndi ég nota hana til þess að finna misogynistic viðbjóðinn sem fann upp þessa guðsvoluðu flík og kenna honum eilífðarkapalinn. Þá hefði hann ekki tíma til þess að finna upp neitt lengur.
Já. Varið ykkur á heift Óskímon!
Reyndar myndi ég líka gera ýmislegt annað ef ég ætti tímavél, t.d. fara aftur í tímann og borða aftur jólamatinn í gær.
Fyndið annars með jólamatsklíkur. Hvað fólk borðar á aðfangadag er orðinn mælikvarði á persónugæði einstaklinga. Þegar ég fregni að einhver borðar hamborgarhrygg eins og hún ég, þá rym ég góðlátlega gef viðkomandi gullið prik í huglægu bókhaldi mínu. Ef ég rekst hins vegar á einhvern sem telur sér trú um að ræfilslegar rjúpur (sér í lagi ef fólk sýður fuglsgreyjin) séu góður matur eða hátíðlegur, fussa ég og sveija og tek viðkomandi af jólakortalistanum mínum (nei. Ég sendi að vísu ekki út nein jólakort, en ég GÆTI alveg sent þau, and you know I could!)

Ég er búin að háma í mig eins og ponsa sem leikur lausum hala í Nammilandi. Ekkert samviskubit. Hvað getur kona hvort eð er þyngst mikið á þrem dögum? Er þetta ekki meira jólakílóið heldur en jólakílóin?? Pfff.. Bring it on! Misst kíló yfir árið verða ennþá í andstæðu við hagkerfi Bandaríkjanna. Meira út en inn.

Hmm.. já. Annars fannst mér sérstaklega gaman áðan þegar við stórfjölskyldan létum renna í eins og tvo actionary. Þú veist ekki hvað mamma þín er mikill snillingur fyrr en þú sérð hana reyna að leika Njál á Bergþorshvoli eða sýndarveruleika...

Engin ummæli: