5.12.04

Það er lítil fluga inni hjá mér. Ég veit ekki hver andskotinn hún heldur að hún sé. Það eina góða við fimbulkalda veturinn hér á landi elda og ýsu, er að flugur hafa sig almennt hægar!
Hvernig á ég að lesa í þetta? Ný kynslóð ofur-flugna sem fljúga jafnt á vetri sem og sumri. Hyggjast þær taka yfir landið og svo heiminn í kjölfarið?
Ég bið lesendur um að hafa augun opin og byrgja sig upp af hárspreyji og kveikjurum. Hver veit hvenær bardaginn um landið mun hefjast!

Engin ummæli: