22.12.04

Elva frænka mín, sem verður hjá okkur um jólin, sefur í næsta herbergi. Flugvélin hennar kom í nótt, svo ég kann ekki við að byrja á sækóklíner tilburðum alveg strax. Það er örugglega ekki gott fyrir heilsuna að vakna við slík óhljóð.

Annars gleymdi jólasveinninn mér í morgun. Mamma hringdi í mig og minntist eitthvað á það. Ég undraði mig á því hvers vegna hún vissi svona mikið um málið, en svo virðist vera að foreldrar mínir og jólasveinarnir þekkist ágætlega. Þau eiga það líka sameiginlegt að vera miklu eldri en ég. Kannski ég ætti að skoða vinahópinn þeirra aðeins betur, næst þegar hann kemur í heimsókn og ímynda mér hvernig karlarnir myndu líta út með jólasveinahúfu og alskegg...

Engin ummæli: