12.12.04

Þau ykkar sem hafa heimsótt vefkonungsríki mitt í einhvern tíma, munið eftir því hversu eyðilögð ég var þegar ég hætti skyndilega að fá í skóinn á 21. aldursári. Í fyrra sá ég jólaveinana svo niðri í bæ, vappandi um og hlægjandi stórkallalega eins og ekkert hafi í skorist. Ég varð eðlilega bitur og sár og skrifaði reiðilegt pósk í tilefni þessa! Ég er ekki frá því að jólasveinarnir heimsæki heimasíðuna mína, vegna þess að í nótt, þá kom Stekkjastaur og skildi eftir litla gjöf í jólasokknum á hurðahúninum!

We're back in business!!!

Engin ummæli: