9.11.04

Orðtak dagsins..
Hláturinn bergmálaði á milli húsanna. Hún hló eins hátt og eins innilega og hún gat á meðan að höfuðið grét. Blóðið seitlaði út og litaði stéttina rauða. Hún reyndi að loka augunum fyrir eigin lífi sem þaut framhjá henni á hraðspóli. Helvítis endursýningar.

Engin ummæli: