8.11.04

Of vondu vön
Áðan, þegar ég var að sniglast um í eldhúsinu, rakst ég á undarlegan.. eh.. dunk! Já, ég held barasta að það sé ekki hægt að kalla þetta annað. Ég hafði aldrei séð hann áður, en samt hafði hann vinalegt merki á bumbunni.
Þetta voru sem sagt sunmaid, california rúsínur í nýjum stay fresh pakkningum. Ég opnaði hann varlega við mér blöstu litlu, krumpuðu gleðigjafarnir. Ég stakk tveimur upp í mig og...

...þær voru VIÐBJÓÐUR! Allar.. djúsí og ógeðslegar. Euuuughhh..

Engin ummæli: