4.11.04

Neiðinn kennir hálf naktri konu að þrengja kjóla
Úff. Ég held það sé kominn tími til þess að reyna aftur að særa burt illa anda úr saumavél satans. Ég hefði haldið að hún myndi taka mig í sátt, þar sem að ég keyrði um á daihatsu charade '91 árg (Dodda litla) í menntaskóla. Það er náttúrulega saumavél líka!

Ég er að spá í því að gera heiðarlega tilraun til þess að breyta brjóstakjólnum. Ég mátaði hann í gær og sá að ég er komin með svo lítil búbs að þau myndu bara hoppa út, eins og þungarokkarar af polka danskeppni, ef ég svo mikið sem hugsaði um að beygja mig fram.
Ég ætla því að reyna að laga hann til svo að hann sé ekki svona geypilega fleyginn og þrengja hann svolítið.

Tölvunarfræðinemi við saumavél er eins og lögfræðingur með samvisku!

Engin ummæli: