8.11.04

Það kemur mér ekkert við að...
...tæplega 80 kg kvenmaður hlaupi í þröngum hjólabuxum og íþróttatoppi einum fata á hlaupabretti nálægt mér
...plastgellan niðri í búningsklefa máli sig og setji upp rosa hárgreiðslu áður en hún fer að pósa við ýmis tæki uppi í sal, þar sem að æfingar myndu skemma makeöppið
...manneskjan á næsta borði á veitingastað hafi hæðsta sms bíp í öllum heiminum
...ókunnugt fólk sé haldið ranghugmyndum, þó svo að ég viti betur og geti leiðrétt misskilninginn
...fólk gangi um í viðbjóðslegum fötum bara vegna þess að þau eru í tísku
...foreldrar kaupi McDonalds handa akfeitum börnunum sínum af því að þau nenna ekki að elda ofan í þau og krakkakvikyndin kunna ekki lengur að meta neitt annað
...for( ;/*ever*/; ) { [insert annað atriði] }

Jæja. Fyrst þetta kemur mér ekki við, þá er best ég fari að leiða þetta hjá mér og geri þar með líf mitt ánægjulegra!

Engin ummæli: