1.11.04

Hmmm.. skrítið! Á kvöldin tannbursta ég mig, þvæ á mér andlitið með þvottapoka og set á mig rakakrem. Á morgnana, þegar ég vakna, tannbursta ég mig, þvæ á mér andlitið með þvottapoka og set á mig rakakrem.
Í millitíðinni hef ég bara sofið.
Það er augljóslega einhver sem er að nota á mér andlitið og tennurnar á nóttunni! Mig grunar að það sé sama manneskjan og stelur sofinu mínu. Einhverra hluta vegna er ég syfjuð og andfúl þegar ég vakna eftir 7 klst svefn!

Engin ummæli: