16.11.04

Í gær viðraði ég þá hugmynd við Einar, að einn daginn, þegar við værum komin með buru (en ekki börn sko. Hvað er bura anywho? Ekki einu sinni Wikipedia veit) myndum við fá okkur gælurottu. Mér til mikillar undrunar, þá þvertók hann fyrir það og sagði að þær væru með ógeðsleg skott. Eftir miklar umræður, kom fram að sköllótt skott þættu miður glæsileg. Engu að síður féllu loforð mín um að finna rottu með hært skott einnig í grýttan jarðveg.
Ohh.. Karlmenn! Hver skilur þá? ;o)

Engin ummæli: