16.11.04

Í gær fór ég í Nóatún á háannatíma. Nóatún er svo grimmilega dýr og vond búð að ég ákvað að það væri lítið að gera þar. Það reyndist rétt. Nóatún er líka hverfisbúð einhverstaðar uppi í sveit (Árbæ, rétt hjá sundlauginni), svo að allstaðar hanga uppi auglýsingar um pössun, dýrahald og þess háttar. Ég rak augun í eitt plagg, prýtt mynd af stæðilegum clipart manni með skíðastafi. Titillinn var "Lærðu stafagöngu - 20% meiri brennsla". Mig langaði að hlægja eins og brjálaður vísindamaður og prumpa. Frekar myndi ég rölta 12 mínútum lengur pr. klst og vera 200% minni fáviti en að labba um í Heiðmörkinni, skíðalaus með skíðastafi.
Í bílnum á leiðinni heim fór ég svo að hugsa... Þetta gæti bara vel verið málið fyrir mig! Ef þið haldið að ég sé þokkafull núna á 15 km hraða á klst á hlaupabrettinu, við það að deyja úr hjartaáfalli og drukkna í eigin svita..... bíðiði þá eftir að þið sjáið mig á hlaupabretti á 15 km/klst með skíðastafi á lofti!!

Engin ummæli: