17.11.04

Ég rómanseraði sjálfa mig upp úr skónum. Eldaði nautasteik og ofnbakaðar kartöflur í kvöldmatinn og útbjó salat úr fersku spínat og furuhnetumi. Þetta snæddi ég svo við kertaljós og drakk með sykurlaust appelsín úr rauðvínsglasi.
Já, ég er svo sannarlega drottningin í klakahöllinni (hitamælirinn segir 16°C. Gott að eiga svona friggin' stórt hús þegar það tekur mörg ár að kynda það þegar það kemur vetur. Ég endaði á því að sofa með 2 sængur og í fötum síðustu nótt. Vonandi geta mamma og pabbi lagað þetta þegar þau koma heim).

Engin ummæli: