2.11.04

Ég á penna sem er búinn til úr samanþjappaðri illsku. Hann lítur sakleysislega út á yfirborðinu, en látið ekki blekkjast!
Ég eignaðist skrifara hins hníflótta í gær. Þegar ég settist í sætið mitt (já. ég á sæti) áður en tölvugraffík tími byrjaði, þá sá ég að sá sem hafði brúkað það á undan mér hafði skilið pennann sinn eftir. Ég tók hann upp og skoðaði hann. Það vildi einmitt svo skemmtilega til að mig vantaði kúlupenna. Ég setti hann ofan í töskuna mína og í augnablik fékk ég svona *guðminngóðurhvarerbarnið* sting fyrir hjartað. Það var nefnilega þá sem ég mundi eftir því að tíminn á undan er LÖGFRÆÐITÍMI *bammbammbaaaaaaahhhmm*

Það kæmi mér ekki að óvart ef ég vaknaði einn morguninn... DAUÐ.. með penna hins hníflótta í barkanum.

Engin ummæli: