11.11.04

Ég er víkingur. Tja. Eða valkyrja. Eða.. gyðja einhvers sem er kalt. Samt ekki Hel.
Þetta segi ég vegna þess að mér tókst að hlaupa frá bílnum og inn í hús án þess að verða úti á leiðinni! Já, það er aldeilis gott að ég sé í góðu formi. Annars hefði ég kannski ekki náð alla leiðina að hurðinni áður en blóðið í mér hefði farið að frjósa. Já, það hefði sko ekkert verið glæsilegt hefði ég orðið mikið meira cold blooded en ég er nú þegar. Hefði kannski rankað við mér með vorinu, hrindandi gömlum konum og hangandi með bensínbarónum.

Ég ætla allavegana ekki út aftur fyrr en það er kominn maí. Í minnsta lagi ekki trebba og húfulaus!

Engin ummæli: