19.11.04

Fitness-pirr dagsins
Verð aðeins að fá útrás...

Mér finnst svo fyndið þegar fólk er að gera magaæfingar á hverjum degi til þess að reyna fá flatan maga. Ef þú ert bara að gera uppsetur og eitthvað, þá færðu að öllum líkindum bara sterkari magavöðva undir sömu fitunni (tja.. reyndar brennir þú meira ef þú ert með stærri vöðva, but that's another story).

1. Líkaminn getur ekki breytt einni vefjategund í aðra. Þetta er sitthvor hluturinn all togeather. Magaæfingar breyta sem sagt ekki fitunni á maganum á þér í vöðva.
2. Fita fer af líkamanum í lögum. Þú færð flatari maga á því að gera brennsluæfingar og borða hollan mat (..og ekki óhollan þá) heldur en að gera uppsetur á hverjum degi. Það er samt auðvitað sniðugt að æfa magavöðvana líka 1-2x í viku til að fá flottari vöðva..

Engin ummæli: