24.11.04

Það er beltapróf í karateinu eftir viku og einn dag. Þá fæ ég kannski gult belti. Eða. Ég fæ ekki gult belti upp í hendurnar, en ég get farið út í búð og keypt mér það án þess að fá nagandi samviskubit yfir því að gera eitthvað sem ekki má (eins og þegar Einar dregur mig yfir götuna þegar rauði kallinn er í gangi). Gulur var uppáhalds liturinn minn þegar ég var lítið mon og hann er líka notaður til þess að tákna gleði og sumar og svo er hann liturinn sem er á uppáhalds blómunum mínum, túnfíflum (NEI! þeir eru ekkert illgresi!). Það getur ekki verið slæmt.

Spurning um að fara að æfa kiaið mitt samt. Einhverra hluta vegna hljóma ég eins og rosalega frústreraður kettlingur eins og er..

Engin ummæli: