25.11.04

Aðskilnaður ríkis og kirkju
- og þar með leikskóla og kirkju
Ég á ekki börn. Engu að síður finnst mér þetta mál vera allt hið merkilegasta.
Er það réttlætanlegt guðþjónustur séu partur af leikskólastarfinu? Hvað með börn með annan trúarlegan bakgrunn? Er það eðlilegt að setja foreldra þeirra í þá aðstöðu að þeir verði að velja um hvort að "önnur" trú sé predikuð fyrir barninu, eða að það sé útundan í almennu leikskólahaldi?

Sjálf er ég ekki mjög trúuð. Ég fer ekki í kirkju og ég bið ekki bænirnar mínar. Hins vegar veit ég, að ef ég myndi lenda í snjóflóði, grafast í fönn og ekki vita hvaða átt væri upp eða hvort einhver myndi finna mig, þá myndi ég leita til æðri máttarvalda.
Ég ætti ekki bágt með að tilvist guðs væri kynnt fyrir mínum börnum, frekar en tilvist jólasveinanna.
Hvað með ef það ætti að hafa fyrir þeim einhverja allt aðra trú? Einhverja sem er kannski ekkert vond trú, en samræmist ekki mínum eigin gildum eða sannfæringu?
Tja.. Ég veit ekki hvernig ég myndi bregðast við þá!

Ætti það ekki að vera foreldra, frekar en ríkisins að fræða barnið um svona mál?

Engin ummæli: