25.10.04

Um helgina dýfði ég aðeins litlu tánni ofan í lífið. Varð eiginlega hálf hrædd við allar hálf nöktu og skjólgóðu stúlkurnar sem urðu á vegi mínum. 15 kílóa auka þétting er ekki sérstaklega áberandi nema þú sért í magabol og þvottapoka sem þú hefur skírt pils.

Annars var þetta snilldar helgi. Á föstudaginn skruppum við að gefa gæsunum og mávunum á tjörninni brauð. Ég er orðin einstaklega leikin í því að koma á stað slagsmálum. Á tímabili var mér samt hætt að verða um sel, þegar allar gæsirnar höfðu þrengt að okkur og engin undankomuleið sjáanleg. Ég var farin að halda að þær myndu éta mig þegar allt brauðið væri búið. Ég held ég hafi séð heimildamynd um morðóðar villigæsir á Discovery!

Ó.. nei bíðiði! Það voru víst morðóðir höfrungar í The Simpsons.

Svo gerði ég eitthvað meira börþdei stuff og endaði daginn á því að spila roleplay. Palli var að stjórna okkur í nýju ævintýri (hann stóð sig eins og hetja!) svo ég bjó til nýjan character. Hann heitir Cronck (stig og bolti ef þið vitið hvaðan nafnið er) og er caotic evil, half-orc barbarian. Ekkert sérstaklega klár en afskaplega stekur og finnst sérstaklega gaman að slátra mönnum, dýrum, plöntum, annars konar creatures og... tja.. flest öllu.

Á laugardaginn fór ég í karate, í afmælisveisluna mína og fékk köku, skrapp í smá stund til Maddlú í útskriftaveislu, fór út að borða á Rauðará með Einari og foreldrum hans í þeirra boði, fór svo í afmælis-/útskriftapartýið hans Magga og borðaði hann út á gaddinn, kíkti aðeins niður í bæ í eitthvað dæmi þar og druslaðist heim.

Á sunnudaginn vaknaði ég, fór í ræktina, hélt upp á afmælið mitt fyrir ömmurnar og afana og svo kíkti ég í heimsókn til Völu um kvöldið :o)

Upptalning er svo skemmtileg.. er það ekki? ;o)

Engin ummæli: