17.10.04

Mér er svo voðalega kalt. Ég sit undir teppi og skelf eins og gömul þvottavél. Veður.is segir að það séu 5°C úti, en það er einmitt svipað hitastig og er inni í ísskápum. Já, við búum í ísskáp og enginn virðist sjá neitt athugavert við það. Enginn nema ég. Ég er svo sérstök. Las það í bók sem ég keypti. Hún segir að ég sé falleg, vingjarleg og sérstök. Ekki eins og neinn annar. Merkilegt að bókin viti þetta allt saman. Kannski að hún segi mér hvaða tölur ég gæti valið í lottóinu ef ég les lengra. Mér er bara of kalt til að lesa. Ég er líka of gáfuð til þess að spila í lottói.
Mér er reyndar of kalt til þess að forrita Wolfenstein 3D án blóðs eða vondra kalla og hunda, en ég verð. Var löt í gær (Lesist, algjörlega scullfucked eftir smalltalk ógeiðsverkefnið).

Engin ummæli: