27.10.04

Ég á vin sem vinnur á Essóstöðinni á Ártúnshöfða (bensínstöðin MÍN því ég bý í Ártúnsholti. Nei. Það er ekki það sama og Árbær!). Mér finnst svo voðalega gaman þegar hann dælir á bílinn minn. Síðast þreif hann t.d. alla gluggana fyrir mig bara for the sake of it, á meðan ég var inni að borga. Þegar ég er eineygð þá spyr hann alltaf hvort hann eigi ekki að skipta um peru og ef ég bið hann um að fylla brummann, þá vill hann vita hvort hann eigi ekki líka að tékka á rúðupissinu og kannski olíunni.

Mig hefur lengi vel langað til þess að senda yfirmönnum hans tölvupóst og láta þá vita hversu frábær þessi dælimon er. Segja þeim að þeir eigi að hækka launin hans, gefa honum rjómaís og klappa honum á kollinn. Það er það drottningalega í stöðunni að sjálfsögðu! Eina vandamálið við þetta allt saman, er að ég hef ekki hugmynd hvað vinur minn heitir og það kemur ekki fram á heimasíðu Esso.
Tillögur?

Engin ummæli: